Nauta Ribeye

April 23, 2020

Nauta Ribeye

Nauta Ribeye
Snöggsteikt á pönnu

Algjör eðalsteik sem bráðnar í munni  og ekki verra að gæða sér á góðu rauðvíni með!

250-300 gr nauta ribeye steik/ur
Bakaðar kartöflur
Olía til steikingar

Þerrið kjötið af öllum kjötsafa og látið það ná stofuhita .
Kryddið með salti og pipar úr hvörn eða notið Steikarkryddið frá  MacCormick.
Hitið pönnuna vel með olíu og snöggsteikið rib eye-steikina í 3 mínútur á hvorri hlið en takið af rétt um það leyti sem steikin byrjar að svitna í gegnum steikarskorpuna eða eftir því hvort þú vilt fá steikina medium, medium hráa eða hráa!

Berið fram með bernises sósu, piparsósu eða annarri sósu og bakaðri kartöflu.

Verði ykkur að góðu!

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt nauta lasagna!
Mexikóskt nauta lasagna!

March 07, 2024 2 Athugasemdir

Mexikóskt nauta lasagna
Fyrir stuttu síðan bjó ég til tortillu lasagna með kjúkling og það vakti þvílíka lukku að ég ákvað að búa til með nautahakki og það var hreint út sagt alveg frábært líka.

Halda áfram að lesa