London lamb

April 23, 2024

London lamb

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi. 
Hérna var ég með brúnaðar kartöflur, ferskt salat, Svövu sinnep með Flóka Viskí og sveppasósu frá Toro með fullt af sveppum, svakalega gott!

1 rúlla af London lambi
1 krukka af Svava sinnep, ég notaði þarna sinnepið með Flóka Viskí en í boði eru 5 aðrar tegundir svo það ætti ekki að vera mikið mál að finna fyrir sitt hæfi.
1 kíló af kartöflum, skrælaðar, soðnar og brúnaðar. Ég brúna mínar eingöngu úr sykri

Sjóðið London lambið í ca 45 mínútur á kílóið. 
Takið það upp úr pottinum og setjið i eldfast mót, berið á það Sinnepinu frá Svövu og setjið svo inn í ofn á 180°c í um 10 mínútur.

Hérna má sjá allar tegundirnar af Svava sinnep.

Salat:
1 haus eða pk af Lambhagasalati
1/2 agúrku, sneidda að ykkar hætti
10 litla tómata eða færri stóra, sneidda niður
1/4 af blaðlauk
Gott er að hafa með til hliðar fetaost sem hver og einn fær sér og mylja svo yfir salatið nokkrum Chillihnetum.

Sósa:
2 pk af Sveppasósu frá Toro
1 pk af sveppum
Mjólk/Vatn
2.msk af Sinnep Svava, ég notaði með sama bragði og ofán á London lambið.
Sósulit, ykkar val, mér langaði til að hafa hana dökkbrúna þarna

Gott er að sjóða kartöflurnar þegar um það bil hálftími er eftir af London lambinu og eins er líka gott að vinna sér í haginn og útbúa sósuna áður og hita svo bara upp áður en hún er borin fram og eins er með salatið.

Án sósu.

Með sósu.

Og svo líka ljómandi gott daginn eftir.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa