Litlar hakkbollur

March 25, 2020

Litlar hakkbollur

Litlar hakkbollur
Ég elda stundum hakkbollur og oft þá elda ég rúmmlega til að eiga í frystinum, ekkert betra en þegar maður kemur heim þreyttur að henda þeim inn í ofn.

500 gr nautahakk
5 stk sveppir
½ paprika
1 lítill laukur
100 gr brauðrasp
1 egg
1 tsk karrý
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk koriander
½ tsk timian
1 tsk paprikuduft

Hakkið og brauðraspið sett í skál og hnoðað saman. Sveppir, paprika og laukur skorið smátt og steikt á pönnu.
Grænmetinu bætt saman við hakkið ásamt kryddi og hrært vel saman.
Að lokum er egginu bætt út í og hnoðað vel saman.
Búið til litlar kúlur úr hakkinu og steikið á pönnu.
Gott er að bera súrsæta sósu fram með bollunum

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa