March 25, 2020
Litlar hakkbollur
Ég elda stundum hakkbollur og oft þá elda ég rúmmlega til að eiga í frystinum, ekkert betra en þegar maður kemur heim þreyttur að henda þeim inn í ofn.
500 gr nautahakk
5 stk sveppir
½ paprika
1 lítill laukur
100 gr brauðrasp
1 egg
1 tsk karrý
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk koriander
½ tsk timian
1 tsk paprikuduft
Hakkið og brauðraspið sett í skál og hnoðað saman. Sveppir, paprika og laukur skorið smátt og steikt á pönnu.
Grænmetinu bætt saman við hakkið ásamt kryddi og hrært vel saman.
Að lokum er egginu bætt út í og hnoðað vel saman.
Búið til litlar kúlur úr hakkinu og steikið á pönnu.
Gott er að bera súrsæta sósu fram með bollunum
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
October 30, 2024
October 28, 2024