Litlar hakkbollur

March 25, 2020

Litlar hakkbollur

Litlar hakkbollur
Ég elda stundum hakkbollur og oft þá elda ég rúmmlega til að eiga í frystinum, ekkert betra en þegar maður kemur heim þreyttur að henda þeim inn í ofn.

500 gr nautahakk
5 stk sveppir
½ paprika
1 lítill laukur
100 gr brauðrasp
1 egg
1 tsk karrý
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk koriander
½ tsk timian
1 tsk paprikuduft

Hakkið og brauðraspið sett í skál og hnoðað saman. Sveppir, paprika og laukur skorið smátt og steikt á pönnu.
Grænmetinu bætt saman við hakkið ásamt kryddi og hrært vel saman.
Að lokum er egginu bætt út í og hnoðað vel saman.
Búið til litlar kúlur úr hakkinu og steikið á pönnu.
Gott er að bera súrsæta sósu fram með bollunum

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa