Litlar hakkbollur

March 25, 2020

Litlar hakkbollur

Litlar hakkbollur
Ég elda stundum hakkbollur og oft þá elda ég rúmmlega til að eiga í frystinum, ekkert betra en þegar maður kemur heim þreyttur að henda þeim inn í ofn.

500 gr nautahakk
5 stk sveppir
½ paprika
1 lítill laukur
100 gr brauðrasp
1 egg
1 tsk karrý
1 tsk salt
1 tsk pipar
1 tsk koriander
½ tsk timian
1 tsk paprikuduft

Hakkið og brauðraspið sett í skál og hnoðað saman. Sveppir, paprika og laukur skorið smátt og steikt á pönnu.
Grænmetinu bætt saman við hakkið ásamt kryddi og hrært vel saman.
Að lokum er egginu bætt út í og hnoðað vel saman.
Búið til litlar kúlur úr hakkinu og steikið á pönnu.
Gott er að bera súrsæta sósu fram með bollunum

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa