Lambalærissneiðar

September 24, 2020

Lambalærissneiðar

Lambalærissneiðar með apríkósugljáða 
Þessa uppskrift prufaði ég að gera núna um helgina en ég notaði appelsínumarmelaði í stað apríkósu þar sem ég átti það ekki til en ég er viss um að það er jafn gott hvort heldur sem er og ég get sagt ykkur að þetta var algjört salgæti og þótti mjög gott hjá þeim sem ég bauð í mat.

P.S.Ég setti þær reyndar í eldfast mót og inn í ofn en prufa pottþétt síðar að setja á grillið.

4 lambalærissneiðar eða meira 
2 msk. apríkósusulta
2 msk. barbecue-sósa
2 msk. olía
1.5 tsk. milt karríduft
pipar & salt

Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.
Látið standa á meðan grillið er hitað.
Grillið lærissneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Fylgist vel með þeim.

Berið þær fram t.d. með grilluðu grænmeti eftir smekk, grilluðum kartöflum og góðu salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa