Þessa uppskrift prufaði ég að gera núna um helgina en ég notaði appelsínumarmelaði í stað apríkósu þar sem ég átti það ekki til en ég er viss um að það er jafn gott hvort heldur sem er og ég get sagt ykkur að þetta var algjört salgæti og þótti mjög gott hjá þeim sem ég bauð í mat.
P.S.Ég setti þær reyndar í eldfast mót og inn í ofn en prufa pottþétt síðar að setja á grillið.

4 lambalærissneiðar eða meira
2 msk. apríkósusulta
2 msk. barbecue-sósa
2 msk. olía
1.5 tsk. milt karríduft
pipar & salt

Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.
Látið standa á meðan grillið er hitað.
Grillið lærissneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Fylgist vel með þeim.
Berið þær fram t.d. með grilluðu grænmeti eftir smekk, grilluðum kartöflum og góðu salati.