Lambalærissneiðar

September 24, 2020

Lambalærissneiðar

Lambalærissneiðar með apríkósugljáða 
Þessa uppskrift prufaði ég að gera núna um helgina en ég notaði appelsínumarmelaði í stað apríkósu þar sem ég átti það ekki til en ég er viss um að það er jafn gott hvort heldur sem er og ég get sagt ykkur að þetta var algjört salgæti og þótti mjög gott hjá þeim sem ég bauð í mat.

P.S.Ég setti þær reyndar í eldfast mót og inn í ofn en prufa pottþétt síðar að setja á grillið.

4 lambalærissneiðar eða meira 
2 msk. apríkósusulta
2 msk. barbecue-sósa
2 msk. olía
1.5 tsk. milt karríduft
pipar & salt

Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.
Látið standa á meðan grillið er hitað.
Grillið lærissneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Fylgist vel með þeim.

Berið þær fram t.d. með grilluðu grænmeti eftir smekk, grilluðum kartöflum og góðu salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni



Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa