Lambalærissneiðar

September 24, 2020

Lambalærissneiðar

Lambalærissneiðar með apríkósugljáða 
Þessa uppskrift prufaði ég að gera núna um helgina en ég notaði appelsínumarmelaði í stað apríkósu þar sem ég átti það ekki til en ég er viss um að það er jafn gott hvort heldur sem er og ég get sagt ykkur að þetta var algjört salgæti og þótti mjög gott hjá þeim sem ég bauð í mat.

P.S.Ég setti þær reyndar í eldfast mót og inn í ofn en prufa pottþétt síðar að setja á grillið.

4 lambalærissneiðar eða meira 
2 msk. apríkósusulta
2 msk. barbecue-sósa
2 msk. olía
1.5 tsk. milt karríduft
pipar & salt

Blandið saman apríkósusultu, barbecue-sósu, olíu, karrídufti, pipar og salti og smyrjið á lærissneiðarnar.
Látið standa á meðan grillið er hitað.
Grillið lærissneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið.
Fylgist vel með þeim.

Berið þær fram t.d. með grilluðu grænmeti eftir smekk, grilluðum kartöflum og góðu salati.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni



Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa