February 13, 2020
Lambakótelettur í raspi
Kótelettur í raspi var eitt af mínum uppáhalds sem krakki og er enn.
Þegar ég var að alast upp þá var hefðin heima að borða þær með kartöflum,
grænum baunum og rabbarbara sultu og hef ég haldið sjálf í þá hefð, ekki einu sinni sósa hefur bæst við þessa samsetningu.
8-10 kótelettur, ca 3-4 á mann
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Season all
Smjör/smjörlíki
Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kóteletturnar og þerrið aðeins, veltið þeim síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.
Bræðið smjörið/smjörlíkið á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúð þeim þá við og lækkið hitann á pönnunni, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.
Borið fram með kartöflum, grænum baunum og sultu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
December 06, 2024
October 30, 2024
October 28, 2024