Lambakótelettur í raspi

February 13, 2020

Lambakótelettur í raspi

Lambakótelettur í raspi

Kótelettur í raspi var eitt af mínum uppáhalds sem krakki og er enn.
Þegar ég var að alast upp þá var hefðin heima að borða þær með kartöflum,
grænum baunum og rabbarbara sultu og hef ég haldið sjálf í þá hefð, ekki einu sinni sósa hefur bæst við þessa samsetningu.

8-10 kótelettur, ca 3-4 á mann
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Season all
Smjör/smjörlíki

Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kóteletturnar og þerrið aðeins, veltið þeim síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.
Bræðið smjörið/smjörlíkið á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúð þeim þá við og lækkið hitann á pönnunni, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.

Borið fram með kartöflum, grænum baunum og sultu.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa