February 13, 2020
Lambakótelettur í raspi
Kótelettur í raspi var eitt af mínum uppáhalds sem krakki og er enn.
Þegar ég var að alast upp þá var hefðin heima að borða þær með kartöflum,
grænum baunum og rabbarbara sultu og hef ég haldið sjálf í þá hefð, ekki einu sinni sósa hefur bæst við þessa samsetningu.
8-10 kótelettur, ca 3-4 á mann
brauðrasp
1 egg
krydd eftir smekk, ég notaði Season all
Smjör/smjörlíki
Setjið brauðrasp í skál og þeytið eggið í annari skál, skolið kóteletturnar og þerrið aðeins, veltið þeim síðan fyrst upp úr egginu og svo brauðraspinu.
Bræðið smjörið/smjörlíkið á pönnu á hæsta hita, setjið kóteletturnar á pönnuna og þegar þið sjáið að safinn á kjötinu er farin að koma upp, snúð þeim þá við og lækkið hitann á pönnunni, setjið lokið á og látið malla í ca 20-25 mínútur.

Borið fram með kartöflum, grænum baunum og sultu.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 25, 2025
Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur.
October 25, 2025
Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.
February 22, 2025
Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar.