Hangikjöt

March 25, 2020

Hangikjöt

Hangikjöt
Einn af þjóðarréttum Íslendinga!

Þegar ég var að alast upp þá var hangikjöt nánast í matinn um hverja helgi en það er hann elsku faðir minn sem er algjör hangikjötskarl og er hann það enn.

1 kg hangikjöt
1 l. Vatn eða látið fljóta yfir

Setjið hangikjötið og vatnið saman í pott og hitið varlega að suðu.
Látið sjóða í 45-60 mínútur. Hangikjöt er ýmist borið fram heitt eða kalt.

Borið fram ýmist sem sósa eða soðnar kartöflur settar útí og
borið með t.d með Hangikjöti, grænum baunum frá Ora,
rauðkáli og flatkökum (laufabrauði á jólunum).

Jafningur eða uppstú
50 g smjörlíki 
50 g hveiti 
1 l mjólk 
1/2 tsk. salt 
1-3 msk. sykur 
ögn hvítur pipar

Bræðið smjörlíkið í potti, hrærið hveitinu saman við, þannig að úr verði smjörbolla.
Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust.
Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa