Hangikjöt

March 25, 2020

Hangikjöt

Hangikjöt
Einn af þjóðarréttum Íslendinga!

Þegar ég var að alast upp þá var hangikjöt nánast í matinn um hverja helgi en það er hann elsku faðir minn sem er algjör hangikjötskarl og er hann það enn.

1 kg hangikjöt
1 l. Vatn eða látið fljóta yfir

Setjið hangikjötið og vatnið saman í pott og hitið varlega að suðu.
Látið sjóða í 45-60 mínútur. Hangikjöt er ýmist borið fram heitt eða kalt.

Borið fram ýmist sem sósa eða soðnar kartöflur settar útí og
borið með t.d með Hangikjöti, grænum baunum frá Ora,
rauðkáli og flatkökum (laufabrauði á jólunum).

Jafningur eða uppstú
50 g smjörlíki 
50 g hveiti 
1 l mjólk 
1/2 tsk. salt 
1-3 msk. sykur 
ögn hvítur pipar

Bræðið smjörlíkið í potti, hrærið hveitinu saman við, þannig að úr verði smjörbolla.
Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust.
Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa

Lambalæri sneiðar í raspi
Lambalæri sneiðar í raspi

October 29, 2022

Lambalæri sneiðar í raspi
Gamalt og gott, eitthvað sem við flest þekkjum frá uppvextinum og börnin okkar tengja við okkur við, við forfeður okkar. Íslendingar elska þetta, borið fram með grænum baunum, kartöflum og rabarabara sultu, ertu að tengja ;)

Halda áfram að lesa