Hangikjöt

March 25, 2020

Hangikjöt

Hangikjöt
Einn af þjóðarréttum Íslendinga!

Þegar ég var að alast upp þá var hangikjöt nánast í matinn um hverja helgi en það er hann elsku faðir minn sem er algjör hangikjötskarl og er hann það enn.

1 kg hangikjöt
1 l. Vatn eða látið fljóta yfir

Setjið hangikjötið og vatnið saman í pott og hitið varlega að suðu.
Látið sjóða í 45-60 mínútur. Hangikjöt er ýmist borið fram heitt eða kalt.

Borið fram ýmist sem sósa eða soðnar kartöflur settar útí og
borið með t.d með Hangikjöti, grænum baunum frá Ora,
rauðkáli og flatkökum (laufabrauði á jólunum).

Jafningur eða uppstú
50 g smjörlíki 
50 g hveiti 
1 l mjólk 
1/2 tsk. salt 
1-3 msk. sykur 
ögn hvítur pipar

Bræðið smjörlíkið í potti, hrærið hveitinu saman við, þannig að úr verði smjörbolla.
Bætið mjólkinni varlega í og hrærið uns kekkjalaust.
Látið sjóða í nokkrar mínútur og hrærið vel á meðan.
Kryddið með salti, sykri og pipar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa