Grillaðar svínasneiðar

March 08, 2020

Grillaðar svínasneiðar

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu 
Fyrir 4
Þessi er súper góður á grillið á sumrin en gengur alveg á grillið í ofninum yfir harðasta veturinn.

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé 
salt og pipar 
4 stk. bökunarkartöflur 
Gráðostasósa 
1/2 stk. laukur, saxaður 
1 msk. olía 
1/2 estragon, þurrkað 
150 g smjör 
80 g gráðostur 
2 dl rjómi

Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma.
Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður.
Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín.
Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lambahryggur hálfur
Lambahryggur hálfur

October 20, 2024

Lambahryggur hálfur
Um jólin var ég með lítin lambahrygg með öllu tilheyrandi, sósu, rjómasalati og sykurbrúnuðum kartöflum og sveppa rjómasósu. Ekki seinna að vænna að deila henni með ykkur svona áður en næstu jól hringja inn.

Halda áfram að lesa

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa