Grillaðar svínasneiðar

March 08, 2020

Grillaðar svínasneiðar

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu 
Fyrir 4
Þessi er súper góður á grillið á sumrin en gengur alveg á grillið í ofninum yfir harðasta veturinn.

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé 
salt og pipar 
4 stk. bökunarkartöflur 
Gráðostasósa 
1/2 stk. laukur, saxaður 
1 msk. olía 
1/2 estragon, þurrkað 
150 g smjör 
80 g gráðostur 
2 dl rjómi

Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma.
Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður.
Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín.
Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Enchiladas
Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 

Halda áfram að lesa

Hryggur í helgarmatinn
Hryggur í helgarmatinn

April 15, 2023

Hryggur í helgarmatinn
Ég var með smá fjölskyldumat um páska helgina og ákvað að vera með hálfan venjulegan hrygg og hálfan af reyktum sem féll mjög vel í kramið. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri/bógsneiðar
Lambalæri/bógsneiðar

April 15, 2023

Lambalæri/bógsneiðar
Ég elska lambakjöt og kaupi reglulega heilan eða hálfan skrokk. Dásamlegt að eiga í frystinum og taka út eftir hendinni en ég tek lambakjöt yfirleitt 3-5 dögu

Halda áfram að lesa