Grillaðar svínasneiðar

March 08, 2020

Grillaðar svínasneiðar

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu 
Fyrir 4
Þessi er súper góður á grillið á sumrin en gengur alveg á grillið í ofninum yfir harðasta veturinn.

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé 
salt og pipar 
4 stk. bökunarkartöflur 
Gráðostasósa 
1/2 stk. laukur, saxaður 
1 msk. olía 
1/2 estragon, þurrkað 
150 g smjör 
80 g gráðostur 
2 dl rjómi

Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma.
Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður.
Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín.
Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa

London lamb
London lamb

April 23, 2024

London lamb
Það er ekki ósvipað létt reyktum lambahrygg en þó aðeins og kannski safaríkara. Ódýrara líka oft á tíðum og glæsilegt á veilsuborðið með öllu tilheyrandi.

Halda áfram að lesa

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa