Grillaðar svínasneiðar

March 08, 2020

Grillaðar svínasneiðar

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu 
Fyrir 4
Þessi er súper góður á grillið á sumrin en gengur alveg á grillið í ofninum yfir harðasta veturinn.

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé 
salt og pipar 
4 stk. bökunarkartöflur 
Gráðostasósa 
1/2 stk. laukur, saxaður 
1 msk. olía 
1/2 estragon, þurrkað 
150 g smjör 
80 g gráðostur 
2 dl rjómi

Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma.
Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður.
Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín.
Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa