Grillaðar svínasneiðar

March 08, 2020

Grillaðar svínasneiðar

Grillaðar svínasneiðar með gráðostasósu 
Fyrir 4
Þessi er súper góður á grillið á sumrin en gengur alveg á grillið í ofninum yfir harðasta veturinn.

4 sneiðar grísainnralæri eða annað beinlaust svínakjöt í u.þ.b. 2 cm þykkum sneiðum, t.d. hnakki eða filé 
salt og pipar 
4 stk. bökunarkartöflur 
Gráðostasósa 
1/2 stk. laukur, saxaður 
1 msk. olía 
1/2 estragon, þurrkað 
150 g smjör 
80 g gráðostur 
2 dl rjómi

Steikið laukinn í olíunni, bætið estragoni í og síðan rjóma.
Sjóðið niður um helming og setjið smjörið út í í litlum bitum á meðan sýður.
Rífið gráðostinn út í og sjóðið í u.þ.b. 2 mín.
Grillið kjötsneiðarnar í 5-7 mín. á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Bakið kartöflurnar á grillinu í 40-60 mín. eftir stærð. 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa

Sinneps hakkabuff!
Sinneps hakkabuff!

October 28, 2024

Sinneps hakkabuff!
Ég er alltaf að bæta einhverju nýju í uppskriftirnar hjá mér og breyta til og hérna bæti ég saman við Svövu Sinnepi sem er alveg hreint dásamlega gott bæði í matargerð ofl og eins setti ég heilhveiti í blönduna í staðinn fyrir hveiti sem kom bara ljómandi vel út.

Halda áfram að lesa