Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 
Ég bæti oft saman við líka papriku, gulrótum og blaðlauk en það er vel hægt að leika sér með fyllinguna.

Fyrir 4
Kryddsósa:
1 pakki Casa Fiesta Burritos mix
3 ½ dl vatn
Hitið ofninn í 175°c. Sjóðið Casa Fiesta Burritos mix og vatn saman í 5 mín. Geymið.
Fylling:
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk olía
450-500 gr nautahakk
1 pakki Casa Fiesta Seasoning Mix
1 dl vatn
3 tómatar, saxaðir eða saxaðir tómatar úr dós

Að eigin vali má bæta öðru hráefni saman við eins og gulrótum, papriku, brokkólí svo fátt eitt sé nefnt.

Steikið lauk og hvítlauk í olíu.
Bætið hakki út í og steikið þar til það er vel brúnað.
Bætið Casa Fiesta Mix Seasoning Mix út í ásamt vatni og tómötum og látið malla í 5 mín á opinni pönnu. Ég bætti svo líka saman við smátt skornum gulrótum og smá af papriku.
1 pakki Casa Fiesta Corn Tortillas
200 gr rifinn ostur
Dýfið tortilla-köku í kryddsósuna, ég reyndar gerði það ekki, setjið fyllingu í miðjuna og rúllið kökunni upp.

Ég setti annan pakkann af kryddsósunni út í blönduna og hinum pakkanum helti ég yfir kökurnar.
Farið eins að við afganginn af tortilla-kökunum.
Raðið kökunum í eldfast mót, stráið rifnum osti yfir og bakið í 7-10 mín.

 
Í þetta sinn þá var ég með Doritos með og heita ostasósu.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa