Enchiladas

July 13, 2023

Enchiladas

Enchiladas með nautahakki
Eitt af mínu uppáhalds, hvort heldur með kjúkling eða nautahakki og svo er snilld að frysta ef afgangur er og eiga þangað til seinna. 
Ég bæti oft saman við líka papriku, gulrótum og blaðlauk en það er vel hægt að leika sér með fyllinguna.

Fyrir 4
Kryddsósa:
1 pakki Casa Fiesta Burritos mix
3 ½ dl vatn
Hitið ofninn í 175°c. Sjóðið Casa Fiesta Burritos mix og vatn saman í 5 mín. Geymið.
Fylling:
1 laukur, saxaður
2 hvítlauksgeirar, saxaðir
2 msk olía
450-500 gr nautahakk
1 pakki Casa Fiesta Seasoning Mix
1 dl vatn
3 tómatar, saxaðir eða saxaðir tómatar úr dós

Að eigin vali má bæta öðru hráefni saman við eins og gulrótum, papriku, brokkólí svo fátt eitt sé nefnt.

Steikið lauk og hvítlauk í olíu.
Bætið hakki út í og steikið þar til það er vel brúnað.
Bætið Casa Fiesta Mix Seasoning Mix út í ásamt vatni og tómötum og látið malla í 5 mín á opinni pönnu. Ég bætti svo líka saman við smátt skornum gulrótum og smá af papriku.
1 pakki Casa Fiesta Corn Tortillas
200 gr rifinn ostur
Dýfið tortilla-köku í kryddsósuna, ég reyndar gerði það ekki, setjið fyllingu í miðjuna og rúllið kökunni upp.

Ég setti annan pakkann af kryddsósunni út í blönduna og hinum pakkanum helti ég yfir kökurnar.
Farið eins að við afganginn af tortilla-kökunum.
Raðið kökunum í eldfast mót, stráið rifnum osti yfir og bakið í 7-10 mín.

 
Í þetta sinn þá var ég með Doritos með og heita ostasósu.

Vertu velkomin að koma og vera með Brauðtertur & heitir réttir hópnum á feisbók

EÐA 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Ærlund!
Ærlund!

June 06, 2024

Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.

Halda áfram að lesa

Bænda bita freistingar!
Bænda bita freistingar!

May 31, 2024

Bænda bita freistingar!
Hérna eru nokkar uppskriftir sem ég fékk á blaði og korti frá Stórhól, Bændabiti beint frá býli á Matarmarkaðinum í Hörpu. Má þar telja upp Hægeldaðan kiðlingabóg, Birkisósa, Bláberjasósa, Chutney sósa, Bændasalat og að lokum uppskrift af Geita-partýi.

Halda áfram að lesa

Steikt Langreyð!
Steikt Langreyð!

April 26, 2024

Steikt Langreyð
Ég fékk nýlega gefins smá af Langreyð en það er eitt af því sem ég hef ekki áður borðað né eldað en fyrir um rúmlega 25 árum síðan þá keypti ég oft Hrefnu kjöt sem þótti mjög gott á mínu heimili.

Halda áfram að lesa