Chili con carne

August 31, 2020

Chili con carne

Chili con carne 
Hversu dásamlega góður réttur hann er, meðalstrerkur, sterkur, þú ræður ferðinni þar, bætir bara um betur með chilli ef þú vilt loga en svo er bara líka gott að fara meðalveginn og hver og einn krydda extra eftir smekk.

4 msk olía 
1,5 kg nautakjöt, skorið í litla bita eða grófhakkað 
2 laukar, saxaðir smátt 
4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 
4 msk chilikrydd (ekki chilipipar), eða eftir smekk 
2 msk paprikuduft 
1 msk kummin, steytt 
2 tsk oregano, þurrkað 
200 ml tómatsósa (t.d. pastasósa) 
250 ml bjór eða vatn 
salt 
cayennepipar ef vill 
2 dósir pintóbaunir eða aðrar baunir 
2-3 tómatar, saxaðir 

100 g cheddarostur eða annar ostur, rifinn Olían hituð í stórum, þykkbotna potti og kjötið steikt við meðalhita þar til það hefur allt tekið lit.
Þá er helmingurinn af lauknum settur út í ásamt hvítlauknum og látið krauma áfram þar til laukurinn er glær og meyr.
Chilikryddi, paprikudufti, kummini og oregano hrært saman við og látið krauma í nokkrar mínútur og síðan er tómatsósan sett út í ásamt bjórnum.
Saltað eftir smekk. Ef óskað er eftir sérlega krassandi chili má bæta við cayennepipar eða ferskum chilialdinum.
Kássan er svo hituð að suðu og látin malla undir loki í um 2 klst. Hrært öðru hverju og meiri vökva (bjór, tómatsafa eða vatni) bætt við ef þarf.
Tómatarnir soðnir með síðustu 10-15 mínúturnar.
Þegar kássan er tilbúin eru baunirnar hitaðar og síðan er þeim skipt á skálar eða djúpa diska og kássunni ausið yfir.
Einnig má einfaldlega hræra baununum saman við kássuna og hita þær í henni.
Osti og söxuðum lauk stráð yfir og borið fram. 

Þessa uppskrift er aðsend frá Ragnheiði Stefánsdóttir fyrir einhverjum árunum síðan.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Kjötréttir

Framhryggssneiðar í raspi
Framhryggssneiðar í raspi

March 26, 2024

Framhryggssneiðar í raspi
Oftar en ekki þegar maður kaupir heilan skrokk þá eru þessar fínu framhryggssneiðar með í pokanum og hérna elda ég þær nokkurnvegin eins og kótelettur í raspi en með öðru meðlæti. Ljúffengum kartöfluskífum með Svövu sinnepi og mosarella osti, grænum baunum og smá af fersku íssalati og tómötum.

Halda áfram að lesa

Mexikóskt nauta lasagna!
Mexikóskt nauta lasagna!

March 07, 2024 2 Athugasemdir

Mexikóskt nauta lasagna
Fyrir stuttu síðan bjó ég til tortillu lasagna með kjúkling og það vakti þvílíka lukku að ég ákvað að búa til með nautahakki og það var hreint út sagt alveg frábært líka.

Halda áfram að lesa

Vínarsnitzel með sveppasósu
Vínarsnitzel með sveppasósu

December 09, 2023

Vínarsnitzel með sveppasósu
Hugmynd af mat fyrir áhugasama og hvernig maður getur verið hagsýnn í matarinnkaupum og eldamennsku. Ég kaupi reglulega stórar einingar af mat hversskonar og hérna hafði ég verslað poka af Vínarsnitzel,,,,

Halda áfram að lesa