Chili con carne

August 31, 2020

Chili con carne

Chili con carne 
Hversu dásamlega góður réttur hann er, meðalstrerkur, sterkur, þú ræður ferðinni þar, bætir bara um betur með chilli ef þú vilt loga en svo er bara líka gott að fara meðalveginn og hver og einn krydda extra eftir smekk.

4 msk olía 
1,5 kg nautakjöt, skorið í litla bita eða grófhakkað 
2 laukar, saxaðir smátt 
4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir smátt 
4 msk chilikrydd (ekki chilipipar), eða eftir smekk 
2 msk paprikuduft 
1 msk kummin, steytt 
2 tsk oregano, þurrkað 
200 ml tómatsósa (t.d. pastasósa) 
250 ml bjór eða vatn 
salt 
cayennepipar ef vill 
2 dósir pintóbaunir eða aðrar baunir 
2-3 tómatar, saxaðir 

100 g cheddarostur eða annar ostur, rifinn Olían hituð í stórum, þykkbotna potti og kjötið steikt við meðalhita þar til það hefur allt tekið lit.
Þá er helmingurinn af lauknum settur út í ásamt hvítlauknum og látið krauma áfram þar til laukurinn er glær og meyr.
Chilikryddi, paprikudufti, kummini og oregano hrært saman við og látið krauma í nokkrar mínútur og síðan er tómatsósan sett út í ásamt bjórnum.
Saltað eftir smekk. Ef óskað er eftir sérlega krassandi chili má bæta við cayennepipar eða ferskum chilialdinum.
Kássan er svo hituð að suðu og látin malla undir loki í um 2 klst. Hrært öðru hverju og meiri vökva (bjór, tómatsafa eða vatni) bætt við ef þarf.
Tómatarnir soðnir með síðustu 10-15 mínúturnar.
Þegar kássan er tilbúin eru baunirnar hitaðar og síðan er þeim skipt á skálar eða djúpa diska og kássunni ausið yfir.
Einnig má einfaldlega hræra baununum saman við kássuna og hita þær í henni.
Osti og söxuðum lauk stráð yfir og borið fram. 

Þessa uppskrift er aðsend frá Ragnheiði Stefánsdóttir fyrir einhverjum árunum síðan.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa

Osso Buco!
Osso Buco!

December 06, 2024

Osso Buco!
Osso Buco er einn þekktasti réttur Norður-ítalíu. Ítalir nota alla jafnan kálfaskanka en í íslenskum kjötborðum eru Osso Buco-sneiðarnar yfirleitt af nautaskanka og þær eru alveg hreint afbragð í þennan rétt. Ég smellti mér í Kjöthöllina,,,

Halda áfram að lesa

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Lambaskankar með rauðvínssósu!

October 30, 2024

Lambaskankar með rauðvínssósu!
Hérna er önnur uppskrift af Lambaskönkum með rauðvínssósu, ekta svona sunnudagssteik og svo gott í afgangasósu daginn eftir.

Halda áfram að lesa