BBQ Grísarif

September 01, 2020

BBQ Grísarif

BBQ Grísarif
Einu sinni voru rif ódýr fæða sem hægt var að kaupa sér og njóta núna flokkast þetta undir allt annað um leið og þetta varð vinsælt en gott er það nú samt.


Hráefni:
2 ½ kg grísarif
Cape spicy barbeque seasoning
2 flöskur Hunt's barbequesósa (þær eru nokkrar tegundir í boði frá þeim.
2 dósir bjór eða léttöl

Leiðbeiningar: 

Kryddið rifin mjög vel með kryddinu og grillið í 5 mín á hvorri hlið.
Setjið síðan yfir í pott og hellið bbqsósunni og bjórnum yfir, látið fljóta yfir kjötið og sjóðið við vægan hita í 2 klst.

Takið svínarifin úr pottinum og berið fram með sósunni fersku salati og kartöflum.
Síðan er bara best að ráðast á safarík rifinn með höndunum og naga eftir að þau hafa verið skorin niður.
Nauðsynlegt er að hafa nóg af servéttum við höndina og allrabest að bera fram skolskál með sítrónuvatni fyrir hvern og einn.

 Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Kjötréttir

Entrecote steik, beint frá býli!
Entrecote steik, beint frá býli!

October 25, 2025

Entrecote steik, beint frá býli!
Ferðalagi mínu í að kaupa nautakjöt beint frá býli heldur áfram og hérna er ég með nauta entrecote frá Hálsi í Kjós. Þvílíka sælkeramáltíðin sem þetta var og einfaldara en maður heldur. 

Halda áfram að lesa

Lambalæri stutt!
Lambalæri stutt!

October 25, 2025

Lambalæri stutt!
Öðru hverju þá kaupir maður sér kjöt og nýtir þá góða afslætti sem stundum eru í búðunum. Hérna er ég með stutt lambalæri um það bil 2 kíló sem voru á tilboði í Bónus á haustmánuði og þá bíður maður í mat, afgangana nýtir maður svo vel og ég deili því hérna með ykkur hvernig.

Halda áfram að lesa

Lærisneiðar í Air fryer!
Lærisneiðar í Air fryer!

February 22, 2025

Lærisneiðar í Air fryer!
Já þetta er með því einfaldast sem ég geri og það er að krydda kjöt, setja í Air fryerinn, velja prógrammið (ég notaði Air fryer stillinguna og hafði á 200 í um 20 mínútur) og ýta á start. Fara svo og gera eitthvað annað á meðan maturinn mallar. 

Halda áfram að lesa