June 06, 2024
Ærlund beint frá býli!
Kom mér skemmtilega á óvart, dúnamjúk og góð.
Ég keypti tvær í pakka og ákvað að nota eina þeirra í einu og útbúa 2 plús málítiðir úr þeim fyrir mig og hérna fáið þið afraksturinn.
Þetta er bara nokkuð heimilislegt og ég vona að þið fáið einhverjar hugmyndir út frá þessu sjálf.
Ærlundir sem ég verslaði á matarmarkaðinum í Hörpu, beint frá býli.
Ærlund nr.1
Á aðra lundina notaði ég Best á grillið og hafði með Bearnise sósu frá Toro þar sem ég fór eftir tilmælum á pakkanum plús að ég bætti við einni eggjarauðu, eitthvað sem ég geri alltaf þegar ég er með Bearnise pakkasósu, það gerir sósuna alveg einstaklega góða.
Kryddið lundina og steikið hana á pönnu í 3-5 mínútur á hvorri hlið upp úr smjöri/smjörlíki eða olíu.
Skerið 4-5 kartöflur í sneiðar, hellið yfir þær olíu og kryddið með Hvítlauks salti og setjið inn í ofn á 18ö°c í um 25 mínútur
Salatið var Íssalat frá Lambhaga, brakandi gott. 1 tómatur, niðurskorinn, 1/4 af agúrku, skorin niður í bita, 1/2 papriku rauða, skorin í sneiðar og svo er hægt að vera með fetaost til hliðar.
Ljúffeng bearnise sósa
Kartöfluskífurnar tilbúnar
Án sósu
Með sósu, virkilega gott.
Ærlund nr.2
Með hinni Ærlundinni var ég með franskar kartöflur sem ég setti í Air fryerinn. Kryddaði þær með Best á franskarnar og lundina kryddaði ég með Best á lambið og toppaði máltíðina með Flotesaus frá Toro - ég toppaði svo sósuna með því að setja út í hana 1 msk af Bláberjasultu, mæli með.
Steikið lundina létt á pönnu upp úr smjöri/smjörlíki eða olíu
Gourme sósan með bláberjasultunni
Það er svo vel hægt að bera fram með þessu brakandi gott salat eða grænmeti.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
May 31, 2024
April 26, 2024
April 23, 2024