Grillaður humar í skel

March 07, 2020

Grillaður humar í skel

Grillaður humar í skel
Hvað er betra en grillaður humar á sumrin, jú svarið er, "Grillaður humar" ekki flókið og súperauðvelt.

Fyrir u.þ.b. 4
1 kg humar í skel
Hvítlaukssmjör
100 gr smjör
1 msk steinselja
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju út í og látið sjóða í u.þ.b. 2 mínútur.
Snyrtið humarinn og setjið á bakka með skelhliðina niður og penslið hann vel með hvítlauksblöndunni.
Grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til.
Humarinn er svo borinn fram emð brakandi fersku salati, grilluðu hvítlauksbrauði og hvítlaukssósu.
Einnig er gott að skera niður sítrónu og kreista yfir humarinn.

Gott með góðu hvítvíni.

Ómissandi hvítlaukssósa:
1 dós (200 g) sýrður rjómi, 18 % 
2 pressaðir hvítlauksgeirar
1 msk söxuð steinselja
½ tsk sítrónusafi 
Öllu blandað vel saman, gott að kæla vel áður en borið er fram.
Grillað hvítlauksbrauð:
1 snittubrauð
Hvítlaukssmjör
Hvítlaukssalt
Rifinn ostur

Snittubrauð er skorið í 3 stóra bita og svo eftir endilöngu þannig að úr verða 6 ílangar sneiðar.
Smurt vel með hvítlaukssmjöri, rifinn ostur er settur yfir og örlítið af hvítlaukssalti.
Svo eru brauðin grilluð hæfilega.
Algjört sælgæti.

Brakandi ferskt sumarsalat:
Klettasalat
Jarðarber
Mangó
Steinlaus vínber
Rauð paprika
Agúrka
Rauðlaukur
Furuhnetur, má sleppa eða hafa sér)
Fetaostur (má sleppa)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Humar & skelfiskur

Sjávarrétta paella
Sjávarrétta paella

September 28, 2022

Sjávarrétta paella
Hérna er ein uppskrift af paellu sem ég fann á spánskri síðu sem mér leist vel á og langar til að prufa fljótlega en ég hef lengi verið að hugsa um að fara á

Halda áfram að lesa

Bláskel í hvítvíni
Bláskel í hvítvíni

October 08, 2021

Bláskel í hvítvíni
Ég fékk svo æðislega bláskel við Breiðafjörðinn og má með sanni segja að hann sé rómaður fyrir góða bláskel en hana má finna víða á matseðlum

Halda áfram að lesa

Risarækjur í sweet chili
Risarækjur í sweet chili

November 07, 2020

Risarækjur í sweet chili sósu með hörpuskelfisk
Svakalega vel sem þessi heppnaðist hjá okkur vinkonunum um helgina en hann var borin fram með heimabökuðu brauði og salati.

Halda áfram að lesa