September 13, 2020
Kokteilblandan
Þessi er flottur kokteill af allsskonar góðgæti.
1/2 bananai
1 stöngull af sellerí eða ca.3-4 bitar en þegar ég kaupi sellerí þá sker ég það ávallt í bita og set í frystipoka, frysti og tek út eftir hendinni og ekkert fer til spillis
3-4 sneiðar frosnar af avakadó
3.jarðarber
10.bláber ca
Lúku af spínati, ég geri eins með það, ég frysti það og nota eftir hendinni.
3-4 dl af bananasafa ég keypti hann í Mini Market í Breiðholtinu
1-2 dl af Vanillublöndu
Hrissta vel í mixara og ef boostið er of þykkt þá má bæta líka bara smá vatni út í.
Þetta dugði í ca tvö glös sem var gott að eiga yfir daginn.
Njótið & deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
April 19, 2024
June 03, 2021
September 13, 2020