Hindberjakadó Þessi blanda var alveg rosalega góð, reyndar eru þær allar góðar að mínu mati og það er verulega frískandi að hafa Hindberin með í blöndunni. 1/2 banani Sneið af avadadó 1 lúka af spínat (ég kaupi poka og frysti og tek út eftir hendinni og þá fer ekki arða til spillis. Brokkolí 2-3 bitar af sellerí (ég kaupi sellerí, skola það, sker í bita og frysti, svo ekki neitt fer til spillis þar heldur og ekkert spírar ef maður gleymir því í ísskápnum) Hindber 1.dl af Vanillublöndu 3-4.dl af Cranberry safa Klakar Setja í hristara og njóta svo.