March 08, 2020
Sælkerahamborgarinn !
Hann er góður á grillið en hann sleppur á pönnuna líka. Ég hef verulega gaman af því að prufa nýjar og nýjar útfærslur á borgarann minn og þetta var ein af þeim og hann var bísna góður.
140 gr hamborgari,
1 hamborgarabrauð
sneiðar af Dala Brie
sneið af drottningaskinku
súrar gúrkur
köld bearnise sósa
krydd, ég notaði jalapeno flögur, reykt papriku krydd heitt, turmerin, hvítlauksduft
Setjið smá olíu á pönnuna og setjið hamborgarann á, kryddið hann með kryddinu, snúið honum við eftir nokkrar mínútur,
smellið brie ostaseiðunum ofan á hamborgarann og steikið drottingaskinkuna létt á báðum hliðum.
Hitið brauðið í smá stund inni í ofni, setið bearnies sósu ofan á brauðið, hamborgarann með ostinum, skinkuna, súru gúrkurnar
og svo bearnise sósu aftur ofan á.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 06, 2025
Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.
February 21, 2025
Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!
October 22, 2024