October 18, 2024
Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast en það er að elda.
Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.
Fyrir 1 (bætið bara við ef það eru fleirri)
1 hamborgari, 90, 110, 140 gr eða stærri
1 hamborgarabrauð
Gúrkusneiðar
Tómatsneiðar
Salat
Krydd, ég notaði Salt, Pepper og Carlic frá By Artos
American burger sósu frá Heinz
Sweet barbeque sósu frá Heinz
Piparostasneiðar
Grillið hamborgarann á útigrilli eða steikið á pönnu, eftir veðráttu.
Kryddið hann að ykkar smekk. Hitið brauðin lítilega á grillinu eða pönnunni.
Setjið American Burger sósuna á neðra brauðið, salatið, agúrkusneiðar og tómatsneiðarnar. Munið að snúa hamborgaranum við og krydda hann þar líka og setjið svo piparosta sneiðarnar ofan á og látið bráðna lítilega áður en þið takið hann af og setjið hann á brauðið. Sprautið þá í lokin barbeque sósunni yfir hann og bryðjið smá að Doritos eða Nachos yfir og njótið.
Berið fram með frönskum kartöflum ef þið viljið aukalega.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
August 06, 2025
Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.
February 21, 2025
Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!
October 22, 2024