Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast en það er að elda.
Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Fyrir 1 (bætið bara við ef það eru fleirri)
1 hamborgari, 90, 110, 140 gr eða stærri
1 hamborgarabrauð
Gúrkusneiðar
Tómatsneiðar
Salat
Krydd, ég notaði Salt, Pepper og Carlic frá By Artos
American burger sósu frá Heinz
Sweet barbeque sósu frá Heinz
Piparostasneiðar



Grillið hamborgarann á útigrilli eða steikið á pönnu, eftir veðráttu.
Kryddið hann að ykkar smekk. Hitið brauðin lítilega á grillinu eða pönnunni.
Setjið American Burger sósuna á neðra brauðið, salatið, agúrkusneiðar og tómatsneiðarnar. Munið að snúa hamborgaranum við og krydda hann þar líka og setjið svo piparosta sneiðarnar ofan á og látið bráðna lítilega áður en þið takið hann af og setjið hann á brauðið. Sprautið þá í lokin barbeque sósunni yfir hann og bryðjið smá að Doritos eða Nachos yfir og njótið.




Berið fram með frönskum kartöflum ef þið viljið aukalega.

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa

Lamb á grillið
Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,

Halda áfram að lesa

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa