Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Ýsu/Þorsk flök eða bitar
Paprika
Perlulaukur
Kokteiltómatar eða aðrir svipaðir
Salt og pipar úr kvörn
Rjómi, 1/2 peli, miðast við einn í mat
Krukka af Filippo Berio Tomato & Ricotta Pesto
Parmesan ostur, raspaður niður

Raðið fiskinum á pönnu eða eldfast mót og saltið og piprið,  raðið svo tómötunum, perlulauknum og paprikunni í kring og setjið svo nokkrar skeiðar af pestóinu ofan á og hellið svo rjóma í kring. Setjið svo í lokin parmesan osti ofan á og beint á grillið í um 25.mínútur eða inn í ofn.



Skreytið með steinselju ef vill,,

Borið fram með fersku salati að eigin vali með balsamik sírópi

Daginn eftir þá notaði ég hinn helminginn með smá tilbreytingu þó!


Sjóðið Tagitelle pasta, eins og tvær kúlur

Setjið pastað í botinn á eldföstu móti. 
Þarna raðaði ég fiskinum ofan á, paprikunni, tómötunum og perlulauknum og hrærði svo saman restinni af rjómanum og pestóinu og hellti yfir og inn í ofn í smá stund. Gott getur líka verið að vera búin að létt steikja fiskinn áður ef vill.

Annar voru báðir þessir réttir alveg meiriháttar góðir og ég er spennt að prufa fleirri rétti með öðrum bragðtegundum af pestói. 4 tegundir eftir

Njótið og deilið með gleði.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa

Lamb á grillið
Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa