Nautagrillpinnar

June 10, 2021

Nautagrillpinnar

Nautagrillpinnar
Grilltíminn er að hefjast og ég elska að grilla og nýti hvert tækifæri sem gefst til þess að grilla. Ég elska að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti og útfærslur á öllu mögulegu sem viðkemur mat og hérna kemur ein frá mér af grillpinnum.

500 gr nautagúllas (gott að það sé búið að vera inni í ísskáp í 3-4 daga) verður svo meyrt og gott.
2-3 rauðlaukar
Sveppir, Portobello eru góðir með
Paprika, skorin í sneiðar
Grillpinnar

Marenering
1,5 dl óífuolía

1 dl sojasósa
1 lime, safinn pressaður
3 msk púðursykur
1 tsk sesam
2 tsk rifinn engifer

Blandið vel saman og setjið kjötið í mareneringu og látið liggja í 5-6 tíma eða jafnvel sólahring.
Raðið svo kjötinu ásamt grænmetinu og sveppunum á teinana og grillið á öllum hliðum.

Svo er líka hægt að nota tilbúnar sósur til að marenera með, margar tegundir í boði og gaman að prufa alltaf eitthvað nýtt og spennandi.

Sumarsalat með epli og appelsínum

Íssalat
1 epli
1 appelsínu
1 gula paprika eða appelsínugula
Vínber, blá

Skerið niður brakandi ferskt salatið, ég nota mikið salatið í pottunum. Setjið það í botinn á skál. Skerið svo niður ávextina í bita og paprikuna og raðið yfir salatið.

Mozzarella og tómatur með balsamic á grillpinna.
Skemmtilegt að bera fram með grillpinnunum og kemur svo fallega út á diskinum.

Grillpinnar
Kokteiltómatar
Mozzarella ostakúlur
Balsamik krydd
Balsamik olía

Raðið á pinnana og veltið svo upp úr balsamic olíunni. Gott er að láta þá liggja í smá tíma í líka.



Njótið vel og deilið að vild.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja
Grilluð bleikja

September 22, 2021

Grilluð bleikja
Eitt af því sem ég elska svo mikið yfir sumartímann er að grilla nýveiddann fisk eins og Bleikju eða Urriða, nú eða lax en mitt uppáhald er bleikja.

Halda áfram að lesa

Borgari með truflu osti
Borgari með truflu osti

May 27, 2021

Borgari með Truffle osti
Ég hef verulega gaman að því að prufa nýjar útfærslur á hamborgarann minn og hérna kemur ein þeirra.

Halda áfram að lesa