June 10, 2021
Nautagrillpinnar
1 dl sojasósa
1 lime, safinn pressaður
3 msk púðursykur
1 tsk sesam
2 tsk rifinn engifer
Blandið vel saman og setjið kjötið í mareneringu og látið liggja í 5-6 tíma eða jafnvel sólahring.
Raðið svo kjötinu ásamt grænmetinu og sveppunum á teinana og grillið á öllum hliðum.
Svo er líka hægt að nota tilbúnar sósur til að marenera með, margar tegundir í boði og gaman að prufa alltaf eitthvað nýtt og spennandi.
Sumarsalat með epli og appelsínum
Íssalat
1 epli
1 appelsínu
1 gula paprika eða appelsínugula
Vínber, blá
Skerið niður brakandi ferskt salatið, ég nota mikið salatið í pottunum. Setjið það í botinn á skál. Skerið svo niður ávextina í bita og paprikuna og raðið yfir salatið.
Mozzarella og tómatur með balsamic á grillpinna.
Skemmtilegt að bera fram með grillpinnunum og kemur svo fallega út á diskinum.
Grillpinnar
Kokteiltómatar
Mozzarella ostakúlur
Balsamik krydd
Balsamik olía
Raðið á pinnana og veltið svo upp úr balsamic olíunni. Gott er að láta þá liggja í smá tíma í líka.
Njótið vel og deilið að vild.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 14, 2024
November 30, 2023
July 28, 2023