Nauta Ribeye

March 08, 2020

Nauta Ribeye

Nauta Ribeye
Snöggsteikt á pönnu
Ég borða nú ekki oft nautakjöt en þegar ég borða það, þá vel ég Ribeye!

Algjör eðalsteik sem bráðnar í munni  og ekki verra að gæða sér á góðu rauðvíni með!

250-300 gr nauta ribeye steik/ur
Bakaðar kartöflur
Olía til steikingar

Þerrið kjötið af öllum kjötsafa og látið það ná stofuhita .
Kryddið með salti og pipar úr hvörn eða notið Steikarkryddið frá  MacCormick.
Hitið pönnuna vel með olíu og snöggsteikið rib eye-steikina í 3 mínútur á hvorri hlið en takið af rétt um það leyti sem steikin byrjar að svitna í gegnum steikarskorpuna eða eftir því hvort þú vilt fá steikina medium, medium hráa eða hráa!

Berið fram með bernises sósu, piparsósu eða annarri sósu og bakaðri kartöflu.

Verði ykkur að góðu!

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillaðar kótelettur

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa

Piparosta hamborgari!
Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Halda áfram að lesa

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa