Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti blandað saman, heit maizkorn böðuð í smjöri og saltflögum og dásamlegt brokkolísalat til að toppa þetta allt saman.

Krydda einum til tveimur dögum áður og bæta svo þeim kryddjurtum á aukalega sem ykkur langar að hafa.

Búið að leggja á borð og allt tilbúið til að fara með á grillið

Kartöflum, smælki og rauðlauk skellt á álpakka og á grilið ásamt kjötinu og maiz þarna á efri hillunni.

Smjör og salt flögur ofan á maizinn

Öðru grænmeti var skellt á helluna fyrir hliðina á grillinu, passið að hafa vægan hita ef þið gerið þetta svona. Líka hægt að setja þetta inn í álpappír og á grillið eða grillbakka.

Ég blanaði svo saman þessum tveim sósum, Villisósu og Piparsósu frá Toro og bakaði þær upp, ca 50 gr af smjörlíki/smjöri og þynnt út með mjólk, já og ég bætti svo saman við þær 2.msk af Rifsberjahlaupi.

Grill veisluborðið mitt

Lamb, best á grillið

Brokkolísalat, sjá uppskrift af því hérna, smellið á hér

Allir elska grillaðar pylsur í minni fjölskyldu og hundurinn líka

Já það er gott að snúa karöflunum aðeins við líka á grillinu, ég notaði þarna forsoðnar kartöflur sem er algjör snilld svona á milli.

Fátt betra en grillað grænmeti

Verði mér og ykkur að góðu!

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


Finndu okkur á Instagram ;)
Sælkeraklúbbur Ingunnar eða Islandsmjoll.is



Einnig í Grillmatur

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja
Grilluð bleikja

September 22, 2021

Grilluð bleikja
Eitt af því sem ég elska svo mikið yfir sumartímann er að grilla nýveiddann fisk eins og Bleikju eða Urriða, nú eða lax en mitt uppáhald er bleikja.

Halda áfram að lesa