Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti blandað saman, heit maizkorn böðuð í smjöri og saltflögum og dásamlegt brokkolísalat til að toppa þetta allt saman.

Krydda einum til tveimur dögum áður og bæta svo þeim kryddjurtum á aukalega sem ykkur langar að hafa.

Búið að leggja á borð og allt tilbúið til að fara með á grillið

Kartöflum, smælki og rauðlauk skellt á álpakka og á grilið ásamt kjötinu og maiz þarna á efri hillunni.

Smjör og salt flögur ofan á maizinn

Öðru grænmeti var skellt á helluna fyrir hliðina á grillinu, passið að hafa vægan hita ef þið gerið þetta svona. Líka hægt að setja þetta inn í álpappír og á grillið eða grillbakka.

Ég blanaði svo saman þessum tveim sósum, Villisósu og Piparsósu frá Toro og bakaði þær upp, ca 50 gr af smjörlíki/smjöri og þynnt út með mjólk, já og ég bætti svo saman við þær 2.msk af Rifsberjahlaupi.

Grill veisluborðið mitt

Lamb, best á grillið

Brokkolísalat, sjá uppskrift af því hérna, smellið á hér

Allir elska grillaðar pylsur í minni fjölskyldu og hundurinn líka

Já það er gott að snúa karöflunum aðeins við líka á grillinu, ég notaði þarna forsoðnar kartöflur sem er algjör snilld svona á milli.

Fátt betra en grillað grænmeti

Verði mér og ykkur að góðu!

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni


Finndu okkur á Instagram ;)
Sælkeraklúbbur Ingunnar eða Islandsmjoll.is


Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa