Lærðu að steikja hamborgara

April 30, 2020

Lærðu að steikja hamborgara

Kanntu að steikja hamborgara ?
Viltu læra það ?
Það er fullt af fólki sem kann ekki að steikja hamborgara, trúið mér, ég veit það!
En það er aldrei of seint að læra og þetta er auðveldar en þú heldur, tökum þetta í skrefum og þú verður snillingur.

Settu smá smjörlíki eða olíu á pönnuna og settu hamborgarann á þegar það hefur bráðnað, stilltu á hæðsta hita til að byrja með, kryddaðu hamborgarann og þegar þú sérð að það er farið að koma blóðsafi upp á hamborgaranum þá skalltu snúa honum við og lækkaðu í leiðinni hitan á pönnunni (svo ekki brenni)


kryddaðu hann svo þeim megin líka,  ég nota alltaf orðið hamborgarkrydd frá McCormeric en það má prufa hin og þessi krydd.
Passaðu að steikja hamborgarann ekki of lengi svo hann verði ekki of þurr, 3-4 mínútur á hverri hlið,
nema þú viljir ekki hafa hann blóðugan að innan þá steikir þú hann aðeins lengur.

Hitaðu hamborgarabrauðið i smá stund í ofni eða smelltu því rétt aðeins á pönnuna.

Sósan getur verið hamborgara, bearnise eða önnur eftir smekk, ég alveg elska svo að smella á borgarann
rauðkáli og súrum gúrkum, eitt af því sem einn ungur vinur sonar minns kom mér uppá bragðið á, snilldin ein.

Verði ykkur að góðu og gangi ykkur vel :)

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Lamb á grillið
Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,

Halda áfram að lesa

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa