Grillaðar kótelettur!
October 22, 2024
Grillaðar kótelettur!Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Kryddið góða sem ég var með. Gott krydd sem ég mæli 100% með og fæst hjá honum Helga í
By Artos

Ég bar þær fram með frönskum sem Loftsteikingarpotturinn (Air fryerinn) sá um að græja fyrir mig á meðan kóteletturnar voru í ofninu. Ég var að þessu sinni með kalda Bearnise sósu.

Ég nýtti líka tímann vel og bjó til Melónusalat
1 pk af Lambhaga íssalati eða blönduðu
1/4 agúrka
1/2 paprika rauð t.d.
1-2 tómatar stórir, sneiddir niður eða 6-8 litlir
1/4 melóna Hunangs
Fetaostur en hann set ég aldrei á nema rétt í lokin og geymi ávallt salatið án olíu

Hérna var ég svo með tvær kótelettur, karrísósu Toro og ljúffengt salat

Maturinn var himneskur!
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Grillmatur
October 18, 2024
Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.
Halda áfram að lesa
July 14, 2024
Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman.
Halda áfram að lesa
November 30, 2023
Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,
Halda áfram að lesa