Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. Reyndar voru þau grilluð í ofninum sökum rigningar í þetta sinn en það er jafn einfalt að grilla þau á útigrillinu.

Mitt tips til ykkar er! 
Takið alltaf lambakjötið úr frystinum minnst 4-5 dögum áður en þið ætlið að nota þau, því þá verða þau svo mikið betri í eldamennskunni og dásamlega meyr og góð.

Kryddið rifin með ykkar uppáhalds kryddi, ég notaði að þessu sinni Seasoning blends by Artos með papriku sem ég fékk sent frá Spáni, svaklega góð lína af kryddum sem ég hef verið að prufa og vona að komi til landsins einn daginn en þangað til er hægt að panta þau á heimasíðunni þeirra, sjá hérna.

Smellið þeim inni í ofn á 180°c í um það bil 40 mínútur, snúið þeim við eftir 20 mínútur.


Takið þau svo út og pennslið vel með Barbeque sósunni og setjið inn í smá stund í viðbót til að hita lítilega sósuna.

Hafið sósuna tilbúna ef ykkur langar í meira af henni með...

Skreytið að vild

Berið fram með frönskum og kokteilsósu. Franskarnar fóru í Air fryer snilldina á til þess gerða stillingu sem hentar vel að setja á þegar tíminn á kjötinu hefur náð helming tímans og verið er að snúa kjötinu við.

Njótið vel!

Gott er að eiga báðar tegundirnar af þessum allan ársins hring...

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni







Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grillveisla-naut beint frá býli!
Grillveisla-naut beint frá býli!

October 18, 2025

Grillveisla-naut beint frá býli!
Nýlega er ég byrjuð að kaupa beint frá býli nautakjöt og mér finnst fátt eins skemmtilegt og áhugavert að sjá hvernig mér heppnast eldamennskan þegar kemur að nautinu en viðurkenni það bara fúslega að...

Halda áfram að lesa

Heimagerðir hamborgarar!
Heimagerðir hamborgarar!

August 06, 2025

Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.

Halda áfram að lesa

Beikon borgari!
Beikon borgari!

February 21, 2025

Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!

Halda áfram að lesa