March 09, 2020
Grillaður hamborgari með pestó/salami
Ég er svo mikill ofursælkeri & ég hef svo gaman að því að prófa nýjungar sem koma á markaðinn og hver er ekki löngu búinn að fá leið á hinum sígilda hamborgara með hamborgarasósunni, ég er allavegana til í að prófa ýmislegt nýtt á minn borgara og í dag þá er engin borgari eins hjá mér, hér er ein útgáfan frá mér!
140 gr, hamborgari
Hamborgarabrauð
Salamí
Pestó ostur í sneiðum, grænn/rauður
Reykt Chili Bearnaise frá Hrefnu Sætran
Smellið hamborgaranum á grillið, kryddað eftir smekk, ég nota mikið hamborgarakrydd en svo elska ég að prufa hin og þessi krydd önnur líka.
Þarna notaði ég lífræn krydd.
Grillið í smá stund á hvorri hlið, bætið svo pestó ostinum ofan á, steikið salamí á grillplötunni ef þið eruð með svoleiðis (annars á pönnu)
Berið reyktu Chili bearnaise sósuna frá Hrefnu Sætran á brauðið.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 22, 2024
October 18, 2024
July 14, 2024