Grillaður hamborgari með pestó

March 09, 2020

Grillaður hamborgari með pestó

Grillaður hamborgari með pestó/salami

Ég er svo mikill ofursælkeri & ég hef svo gaman að því að prófa nýjungar sem koma á markaðinn og hver er ekki löngu búinn að fá leið á hinum sígilda hamborgara með hamborgarasósunni, ég er allavegana til í að prófa ýmislegt nýtt á minn borgara og í dag þá er engin borgari eins hjá mér, hér er ein útgáfan frá mér!

140 gr, hamborgari 
Hamborgarabrauð 
Salamí 
Pestó ostur í sneiðum, grænn/rauður
Reykt Chili Bearnaise frá Hrefnu Sætran

Smellið hamborgaranum á grillið, kryddað eftir smekk, ég nota mikið hamborgarakrydd en svo elska ég að prufa hin og þessi krydd önnur líka.
Þarna notaði ég lífræn krydd.
Grillið í smá stund á hvorri hlið, bætið svo pestó ostinum ofan á, steikið salamí á grillplötunni ef þið eruð með svoleiðis (annars á pönnu)
Berið reyktu Chili bearnaise sósuna frá Hrefnu Sætran á brauðið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja
Grilluð bleikja

September 22, 2021

Grilluð bleikja
Eitt af því sem ég elska svo mikið yfir sumartímann er að grilla nýveiddann fisk eins og Bleikju eða Urriða, nú eða lax en mitt uppáhald er bleikja.

Halda áfram að lesa