Grillaður hamborgari með pestó

March 09, 2020

Grillaður hamborgari með pestó

Grillaður hamborgari með pestó/salami

Ég er svo mikill ofursælkeri & ég hef svo gaman að því að prófa nýjungar sem koma á markaðinn og hver er ekki löngu búinn að fá leið á hinum sígilda hamborgara með hamborgarasósunni, ég er allavegana til í að prófa ýmislegt nýtt á minn borgara og í dag þá er engin borgari eins hjá mér, hér er ein útgáfan frá mér!

140 gr, hamborgari 
Hamborgarabrauð 
Salamí 
Pestó ostur í sneiðum, grænn/rauður
Reykt Chili Bearnaise frá Hrefnu Sætran

Smellið hamborgaranum á grillið, kryddað eftir smekk, ég nota mikið hamborgarakrydd en svo elska ég að prufa hin og þessi krydd önnur líka.
Þarna notaði ég lífræn krydd.
Grillið í smá stund á hvorri hlið, bætið svo pestó ostinum ofan á, steikið salamí á grillplötunni ef þið eruð með svoleiðis (annars á pönnu)
Berið reyktu Chili bearnaise sósuna frá Hrefnu Sætran á brauðið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Lamb á grillið
Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,

Halda áfram að lesa

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa