Grillaður hamborgari með pestó

March 09, 2020

Grillaður hamborgari með pestó

Grillaður hamborgari með pestó/salami

Ég er svo mikill ofursælkeri & ég hef svo gaman að því að prófa nýjungar sem koma á markaðinn og hver er ekki löngu búinn að fá leið á hinum sígilda hamborgara með hamborgarasósunni, ég er allavegana til í að prófa ýmislegt nýtt á minn borgara og í dag þá er engin borgari eins hjá mér, hér er ein útgáfan frá mér!

140 gr, hamborgari 
Hamborgarabrauð 
Salamí 
Pestó ostur í sneiðum, grænn/rauður
Reykt Chili Bearnaise frá Hrefnu Sætran

Smellið hamborgaranum á grillið, kryddað eftir smekk, ég nota mikið hamborgarakrydd en svo elska ég að prufa hin og þessi krydd önnur líka.
Þarna notaði ég lífræn krydd.
Grillið í smá stund á hvorri hlið, bætið svo pestó ostinum ofan á, steikið salamí á grillplötunni ef þið eruð með svoleiðis (annars á pönnu)
Berið reyktu Chili bearnaise sósuna frá Hrefnu Sætran á brauðið.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Beikon borgari!
Beikon borgari!

February 21, 2025

Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!

Halda áfram að lesa

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa

Piparosta hamborgari!
Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Halda áfram að lesa