March 09, 2020
Deluxe Salami Cheese borgari
Þetta er einn í viðbót sem ég setti saman sjálf, nammi namm þótt ég segi sjálf frá, bragðmikill og ljúffengur borgari.
2.stk 130 gr. hamborgari
4 salami sneiðar með piparrönd
5-6 sneiðar ostur Wensleydale Cheese með Cranberries Breskur (trönuberjum) eða annar samsskonar
Niðursoðin paprika
Deluxe tómatsósa
Olía
Kryddað með:
Reyktu heitu paprikukryddi
Hvítlauksdufti
Turmerik
Rauðum chiili flögum
Setjið smá olíu á pönnu, steikið hamborgarann í nokkrar mínútur á hvorri hlið og kryddið hann eftir smekk með kryddunum hér að ofan. Setjið sneiðarnar af salamí ofan á hamborgarann og svo ostinn yfir.
Yljið hamborgarabrauðinu rétt aðeins inn í ofni, setjið á það Deluxe tómatsósuna með dillinu, smá af niðursoðnu paprikunni og skreytið diskinn með balsamik sírópi (má sleppa).
April 30, 2020
March 09, 2020
Grillaður hamborgari með pestó/salami
Ég er svo mikill ofursælkeri & ég hef svo gaman að því að prófa nýjungar sem koma á markaðinn og hver er ekki löngu búinn að fá leið á hinum sígilda
March 08, 2020