Deluxe Salami Cheese borgari

March 09, 2020

Deluxe Salami Cheese borgari

Deluxe Salami Cheese borgari
Þetta er einn í viðbót sem ég setti saman sjálf, nammi namm þótt ég segi sjálf frá, bragðmikill og ljúffengur borgari.

2.stk 130 gr. hamborgari 
4 salami sneiðar með piparrönd
5-6 sneiðar ostur Wensleydale Cheese með Cranberries Breskur (trönuberjum) eða annar samsskonar
Niðursoðin paprika
Deluxe tómatsósa
Olía
Kryddað með:
Reyktu heitu paprikukryddi 
Hvítlauksdufti
Turmerik
Rauðum chiili flögum

Setjið smá olíu á pönnu, steikið hamborgarann í nokkrar mínútur á hvorri hlið og kryddið hann eftir smekk með kryddunum hér að ofan. Setjið sneiðarnar af salamí ofan á hamborgarann og svo ostinn yfir. 
Yljið hamborgarabrauðinu rétt aðeins inn í ofni, setjið á það Deluxe tómatsósuna með dillinu, smá af niðursoðnu paprikunni og skreytið diskinn með balsamik sírópi (má sleppa).

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillaðar kótelettur

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa

Piparosta hamborgari!
Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Halda áfram að lesa

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa