Deluxe Salami Cheese borgari

March 09, 2020

Deluxe Salami Cheese borgari

Deluxe Salami Cheese borgari
Þetta er einn í viðbót sem ég setti saman sjálf, nammi namm þótt ég segi sjálf frá, bragðmikill og ljúffengur borgari.

2.stk 130 gr. hamborgari 
4 salami sneiðar með piparrönd
5-6 sneiðar ostur Wensleydale Cheese með Cranberries Breskur (trönuberjum) eða annar samsskonar
Niðursoðin paprika
Deluxe tómatsósa
Olía
Kryddað með:
Reyktu heitu paprikukryddi 
Hvítlauksdufti
Turmerik
Rauðum chiili flögum

Setjið smá olíu á pönnu, steikið hamborgarann í nokkrar mínútur á hvorri hlið og kryddið hann eftir smekk með kryddunum hér að ofan. Setjið sneiðarnar af salamí ofan á hamborgarann og svo ostinn yfir. 
Yljið hamborgarabrauðinu rétt aðeins inn í ofni, setjið á það Deluxe tómatsósuna með dillinu, smá af niðursoðnu paprikunni og skreytið diskinn með balsamik sírópi (má sleppa).

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillmatur

Grillveisla-naut beint frá býli!
Grillveisla-naut beint frá býli!

October 18, 2025

Grillveisla-naut beint frá býli!
Nýlega er ég byrjuð að kaupa beint frá býli nautakjöt og mér finnst fátt eins skemmtilegt og áhugavert að sjá hvernig mér heppnast eldamennskan þegar kemur að nautinu en viðurkenni það bara fúslega að...

Halda áfram að lesa

Heimagerðir hamborgarar!
Heimagerðir hamborgarar!

August 06, 2025

Heimagerðir hamborgarar!
Fátt betra en að gera sína eigin frá grunni þótt tilbúnir henti oft vel líka en mikið rosalega voru þessir góðir.

Halda áfram að lesa

Beikon borgari!
Beikon borgari!

February 21, 2025

Beikon borgari!
Hamborgari og hamborgari...margar útgáfur í boði, bæði í þyngd og meðlæti ofan á þá og hérna er ein mörgum útfærslum sem ég geri og ykkur að segja þá eru þeir sjaldnast eins hjá mér, elska hreinlega nýjungar!

Halda áfram að lesa