Deluxe Salami Cheese borgari

March 09, 2020

Deluxe Salami Cheese borgari

Deluxe Salami Cheese borgari
Þetta er einn í viðbót sem ég setti saman sjálf, nammi namm þótt ég segi sjálf frá, bragðmikill og ljúffengur borgari.

2.stk 130 gr. hamborgari 
4 salami sneiðar með piparrönd
5-6 sneiðar ostur Wensleydale Cheese með Cranberries Breskur (trönuberjum) eða annar samsskonar
Niðursoðin paprika
Deluxe tómatsósa
Olía
Kryddað með:
Reyktu heitu paprikukryddi 
Hvítlauksdufti
Turmerik
Rauðum chiili flögum

Setjið smá olíu á pönnu, steikið hamborgarann í nokkrar mínútur á hvorri hlið og kryddið hann eftir smekk með kryddunum hér að ofan. Setjið sneiðarnar af salamí ofan á hamborgarann og svo ostinn yfir. 
Yljið hamborgarabrauðinu rétt aðeins inn í ofni, setjið á það Deluxe tómatsósuna með dillinu, smá af niðursoðnu paprikunni og skreytið diskinn með balsamik sírópi (má sleppa).

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa

Grilluð bleikja
Grilluð bleikja

September 22, 2021

Grilluð bleikja
Eitt af því sem ég elska svo mikið yfir sumartímann er að grilla nýveiddann fisk eins og Bleikju eða Urriða, nú eða lax en mitt uppáhald er bleikja.

Halda áfram að lesa