Borgari með truflu osti

May 27, 2021

Borgari með truflu osti

Borgari með Truffle osti
Ég hef verulega gaman að því að prufa nýjar útfærslur á hamborgarann minn og hérna kemur ein þeirra.

Hamborgari
Hamborgarabrauð
Salat
Hvítur Castello með Truffle eða annar að eigin vali
Hlölla sósa og Hlölla Chili majo
Tómatar
Gúrka
Rauðlaukur
Krydd

Grillið hamborgarann og kryddið eftir smekk, ég notaði steikarkrydd í þetta sinn.
Snúið hamborgaranum við og raðið sneiðum af truflu ostinum ofan á og látið hann bráðna.
Hitið brauðið rétt í restina. Raðið svo meðlætinu á borgarann eins og þið viljið, ég notaði báðar sósurnar, notaði eina á brauðinu undir og hina ofan á.

Berið fram með frönsku & kaldri bearnis sósu.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grillaðar kótelettur

Grillaðar kótelettur!
Grillaðar kótelettur!

October 22, 2024

Grillaðar kótelettur!
Höldum áfram með einfaldleikann. Hérna er ég með tvær frekar þykkar kótelettur sem ég kryddaði með Seasoning Blends kryddinu, sjá mynd. Setti þær í ofn í um það bil 35.mínútur (gott að setja á útigrillið líka ef þið hafið tök á því)

Halda áfram að lesa

Piparosta hamborgari!
Piparosta hamborgari!

October 18, 2024

Piparosta hamborgari!
Það er fátt eins sem mér finnst gaman, oftast og það er að elda. Líka að prufa mig áfram í allsskonar og hérna kemur ein útfærslan af hamborgara.

Halda áfram að lesa

Grilluð lambarif!
Grilluð lambarif!

July 14, 2024

Grilluð lambarif!
Með heilum skrokk af lambakjöti sem ég verslaði hjá Kjöthöllinni fylgdi með þessi ljúffengu lambarif í súpukjötspakkanum og ég setti þau saman í poka og grillaði þau svo saman. 

Halda áfram að lesa