Borgari með truflu osti

May 27, 2021

Borgari með truflu osti

Borgari með Truffle osti
Ég hef verulega gaman að því að prufa nýjar útfærslur á hamborgarann minn og hérna kemur ein þeirra.

Hamborgari
Hamborgarabrauð
Salat
Hvítur Castello með Truffle eða annar að eigin vali
Hlölla sósa og Hlölla Chili majo
Tómatar
Gúrka
Rauðlaukur
Krydd

Grillið hamborgarann og kryddið eftir smekk, ég notaði steikarkrydd í þetta sinn.
Snúið hamborgaranum við og raðið sneiðum af truflu ostinum ofan á og látið hann bráðna.
Hitið brauðið rétt í restina. Raðið svo meðlætinu á borgarann eins og þið viljið, ég notaði báðar sósurnar, notaði eina á brauðinu undir og hina ofan á.

Berið fram með frönsku & kaldri bearnis sósu.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grillmatur

Lamb á grillið
Lamb á grillið

November 30, 2023

Lamb á grillið
Bland í poka á grillið er oft mjög gaman og alltaf eitthvað fyrir alla. Lambalærisneiðar, lambakótelettur, pylsur, bakaðar kartöflur og bakað grænmeti,,,

Halda áfram að lesa

Pestófiskur á grillið
Pestófiskur á grillið

July 28, 2023

Pestófiskur á grillið
Þessi uppskrift var búin til og prufuð og þvílíka salgætið sem hún var, svo góð að ég borðaði hana í tvo daga í röð en með smá breytingu seinni daginn.

Halda áfram að lesa

Lambakjöt á grillið
Lambakjöt á grillið

October 01, 2021

Lambakjöt á grillið
Ég elska lambakjöt og fátt finnst mér betra en það á grillið á sumrin eða í ofninn á veturna og þarna ákvað ég að vera með bakaða kartöflu, heimagerða sultu og

Halda áfram að lesa