Okra grænmetisréttur

December 23, 2021

Okra grænmetisréttur

Okra grænmetisréttur
Þessa uppskrift fékk ég hjá honum Abhishek einum af eiganda Indian Food Box en hann var svo yndæll að bæði sýna mér hvernig hann eldaði þetta og einnig að deila með uppskriftinni til okkar. Einn hængur er þó á hér en hann er sá að eitt af töfrarkryddunum sem hann notar í uppskriftina fæst ekki á landinu eins og staðan er núna en hann er meira en til i að elda hana fyrir ykkur en þá þarf bara að panta réttinn hjá honum og hann notar þá töfrakryddið sitt. En svo ég bætti í hana smá pipar í staðinn. Svo núna er um að gera að prufa hana sjálf og panta svo til að finna muninn ;) 

1.poki Okra (fæst í asísku búðunum í frystinum)
1/2 laukur sneiddur smátt
1 tsk Kúmen
1 tsk Túrmerik
1/2-1 tsk Chilli pipar
Smá pipar úr kvörn eftir smekk
Olía til steikingar

Setjið smá olíu í wok pönnu og hitið. Til að vita hvort olían sé orðin heit til að steikja á er gott að setja á hana eins og 1-2 kúmen og ef þau poppa upp þá er hægt að setja sneidda laukinn út í ásamt kúmeninu og steikja þar til gullinbrúnt.
Kryddið Okra með kryddunum sem gefin eru upp áður en það er sett út á pönnuna og blandið vel saman. Ath að velta við með spaða jafnt og þétt í ca.10-15 mínútur.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Bakað grænmeti á íssalati
Bakað grænmeti á íssalati

March 16, 2024

Bakað grænmeti á íssalati
Oftar en ekki þá er ég að reyna að borða hollt og gott og hérna er ég að prufa baka blómkál, gulrætur og kokteiltómata sem ég kryddaði með dásamlega góðu Grænmetiskryddi frá Kryddhúsinu.

Halda áfram að lesa

Guacamole
Guacamole

October 05, 2022

Guacamole
Eitt af því besta ofan á brauð og með vefjum, fisk ofl góðu. Einfalt að útbúa og hentar bæði í matvinnsluvél og Tuppewere snilldargræjuna sem saxar og þeytir

Halda áfram að lesa

Afrískur pottréttur
Afrískur pottréttur

July 13, 2022

Afrískur pottréttur
Þennan dásamlega góða pottrétt fékk ég að smakka hjá systir minni og hann var svo góður að ég bað hana um uppskriftina en hana hafði hún fengið á síðunni hjá NLFÍ 

Halda áfram að lesa