February 26, 2025
Blómkálssteik, alvöru steik!
Þessi hentar ljómandi vel fyrir þá sem ekki borða kjöt eða hreinlega langar til að prufa eitthvað hollt og gott og breyta til. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti þá var þetta ljómandi gott og svo er ekki úr vegi að nota afganginn af blómkálinu ef einhver verður út í Blómkálssúpu, þá fer ekkert til spillis!
Skerið blómkálið í sneiðar
Hráefni:
Blómkálsshaus, skorinn í sneiðar
Ólífuolía
Parmesan ostur
Salt og pipar frá Mabrúka eða annað krydd að ykkar smekk
Pennslið eða spreyjið blómkálið með ólífuolíu og kryddið með Salt og pipar og svo er mjög gott að krydda aukalega smá með Shakshuka kryddblöndunni frá Mabrúka. Kryddin fást víða í helstu búðum.
Setjið blómkáls sneiðarnar i eldfast mót og inn í ofn á 180°c í um 20-25 mínútur.
Meðlæti gæti verið spínat, fetaostur, mandarína eða eitthvað annað sem þið eigið til.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 01, 2025
Papriku pizzur!
Já það er hægt að gera sér hollar og góðar pizzur og nota bara paprikur fyrir botn og ég skellti mér í eina svona veislu og verð að segja að fyrir mitt leyti þá voru þær æði!
March 16, 2024
October 05, 2022