February 11, 2020
Fyllt paprika!
Ekta svona Vegan uppskrift ef kjúklingabringunum er sleppt og í staðinn notaðar t.d. kjúklingabaunir.
1 rauð paprika
1 poki hrísgrjón
1 krukka corma sósa frá Patask's
1 rauðlaukur
1 tómatur
1 kjúklingabringa (má sleppa)
Skerið toppinn af paprikunni og hreinsið innan úr henni.
Sjóðið hrísgrjónapokann, skerið kjúklingabringuna í bita og steikið á pönnu, létt kryddið með kjúklingakryddi.
Skerið rauðlaukinn smátt og tómatinn. Blandið svo öllu saman og fyllið paprikuna, setjið ost yfir og inn í ofn í ca 15 mín.
Fyllingin dugar vel í fleirri paprikur, en það má líka nota fyllinguna í tortillukökur til að borða daginn eftir og frysta restina.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2024
October 05, 2022
July 13, 2022