Bakað grænmeti á íssalati
March 16, 2024
Bakað grænmeti á íssalatiOftar en ekki þá er ég að reyna að borða hollt og gott og hérna er ég að prufa baka blómkál, gulrætur og kokteiltómata sem ég kryddaði með dásamlega góðu Grænmetiskryddi frá Kryddhúsinu.
Einfaldur, góður og hollur!
1 haus lítill af blómkáli
2-3 gulrætur, niðurskornar
4-5 kokteiltómata eða sambærilega
Ólífuolía, fékk mjög góða olíu hjá Kryddhúsinu
Grænmetis Paradís krydd frá Kryddhúsinu
Íssalat frá Lambhaga
Raðið grænmetinu í eldfast mót og kryddið hellið yfir það olíu og kryddið eftir smekk.
Setjið inn í ofn á 180°c í um það bil 25-30 mínútur.
Setjið svo íssalat ofan á disk og svo grænmetið þar ofan á. Ég setti smá af Balsamik gljáa ofan á.
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Dásamlegt ef deilt væri áfram,,,
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.