March 07, 2020
Egg í holu!
Þegar mér var sagt að borða 1.egg á dag þá var ekki alltaf áhugavert að borða það harðsoðið eða linsoðið svo ég fann upp hinar ýmsu aðferðir til að hafa smá tilbreytingu dag frá degi svo að einn daginn prufaði að steikja egg í papriku og var það bara ljómandi gott.
1 egg
1 paprika
Smá salt og pipar ef vill
Skerið niður paprikuna svo að hún sé í hring, setjið hana á pönnu með smá olíu og setjið eggið ofan í paprikuna og steikið í smá stund á báðum hliðum!
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 01, 2025
Papriku pizzur!
Já það er hægt að gera sér hollar og góðar pizzur og nota bara paprikur fyrir botn og ég skellti mér í eina svona veislu og verð að segja að fyrir mitt leyti þá voru þær æði!
February 26, 2025
Blómkálssteik, alvöru steik!
Þessi hentar ljómandi vel fyrir þá sem ekki borða kjöt eða hreinlega langar til að prufa eitthvað hollt og gott og breyta til. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti þá var þetta ljómandi gott og svo er ekki úr vegi að nota afganginn af blómkálinu ef einhver verður út í Blómkálssúpu, þá fer ekkert til spillis!
March 16, 2024