June 19, 2020
Bakaðir tómatar og rauðlaukur
Þessi blanda af grænmeti saman í ofni var snilld, virkilega bragðgott sem var toppað með Balsamic sírópi og parmesan osti ofan á.
Þetta hentar vel fyrir 1, svo það er bara að bæta í hlutföllinn fyrir fleirri.
2.tómatar sneiddir í þykkar sneiðar
1.rauðlaukur
1.tsk af hunangi
4.meðalstórir brokkolí bitar
1/2 appelsínugul paprika
Smá piparostur
Sneiðar af Old Amsterdam ostinum
Saxið piparostinn í smá bita og smá af paprikunni og fyllið í rauðlaukinn en setjið eina tsk af hunangi fyrst ofan í laukinn.
Setjið rauðlaukinn í miðjuna og raðið svo tómatsneiðunum í kringum laukinn ásamt brokkolíinu, paprikunni og skerið svo sneiðar af Old Amsterdam ostinum og stráið yfir.
Hitið í ofni í ca.25-30 mínútur á 180°c
Stráið svo parmesan röspuðum osti yfir og Filippo Berio Glaze yfir, algjörlega toppurinn á réttinum.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
March 16, 2024
October 05, 2022
July 13, 2022