Bakaðir tómatar og rauðlaukur

June 19, 2020

Bakaðir tómatar og rauðlaukur

Bakaðir tómatar og rauðlaukur
Þessi blanda af grænmeti saman í ofni var snilld, virkilega bragðgott sem var toppað með Balsamic sírópi og parmesan osti ofan á.
Þetta hentar vel fyrir 1, svo það er bara að bæta í hlutföllinn fyrir fleirri.

2.tómatar sneiddir í þykkar sneiðar
1.rauðlaukur
1.tsk af hunangi
4.meðalstórir brokkolí bitar
1/2 appelsínugul paprika
Smá piparostur
Sneiðar af Old Amsterdam ostinum

Saxið piparostinn í smá bita og smá af paprikunni og fyllið í rauðlaukinn en setjið eina tsk af hunangi fyrst ofan í laukinn.
Setjið rauðlaukinn í miðjuna og raðið svo tómatsneiðunum í kringum laukinn ásamt brokkolíinu, paprikunni og skerið svo sneiðar af Old Amsterdam ostinum og stráið yfir. 
Hitið í ofni í ca.25-30 mínútur á 180°c

Stráið svo parmesan röspuðum osti yfir og Filippo Berio Glaze yfir, algjörlega toppurinn á réttinum.


Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Okra grænmetisréttur
Okra grænmetisréttur

December 23, 2021

Okra grænmetisréttur
Þessa uppskrift fékk ég hjá honum Abhishek einum af eiganda Indian Food Box en hann var svo yndæll að bæði sýna mér hvernig hann eldaði þetta og einnig

Halda áfram að lesa

Grillað grænmeti
Grillað grænmeti

May 30, 2021

Grillað grænmeti
Grilluð blanda af ofureinföldu grænmeti sem gengur vel með hvaða mat sem er og líka bara eitt og sér.

Halda áfram að lesa

Grænkálsjafningur
Grænkálsjafningur

September 13, 2020

GRÆNKÁLSJAFNINGUR 
Þessa uppskrift sendi hún Ingibjörg Bryndís til okkar og fær hún hjartans þakkir fyrir. Ég hef sjálf ekki eldað svona jafning en maður á kannski eftir að prufa einn daginn.

Halda áfram að lesa