Bakaðir tómatar og rauðlaukur

June 19, 2020

Bakaðir tómatar og rauðlaukur

Bakaðir tómatar og rauðlaukur
Þessi blanda af grænmeti saman í ofni var snilld, virkilega bragðgott sem var toppað með Balsamic sírópi og parmesan osti ofan á.
Þetta hentar vel fyrir 1, svo það er bara að bæta í hlutföllinn fyrir fleirri.

2.tómatar sneiddir í þykkar sneiðar
1.rauðlaukur
1.tsk af hunangi
4.meðalstórir brokkolí bitar
1/2 appelsínugul paprika
Smá piparostur
Sneiðar af Old Amsterdam ostinum

Saxið piparostinn í smá bita og smá af paprikunni og fyllið í rauðlaukinn en setjið eina tsk af hunangi fyrst ofan í laukinn.
Setjið rauðlaukinn í miðjuna og raðið svo tómatsneiðunum í kringum laukinn ásamt brokkolíinu, paprikunni og skerið svo sneiðar af Old Amsterdam ostinum og stráið yfir. 
Hitið í ofni í ca.25-30 mínútur á 180°c

Stráið svo parmesan röspuðum osti yfir og Filippo Berio Glaze yfir, algjörlega toppurinn á réttinum.


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Papriku pizzur!
Papriku pizzur!

March 01, 2025

Papriku pizzur!
Já það er hægt að gera sér hollar og góðar pizzur og nota bara paprikur fyrir botn og ég skellti mér í eina svona veislu og verð að  segja að fyrir mitt leyti þá voru þær æði!

Halda áfram að lesa

Blómkálssteik!
Blómkálssteik!

February 26, 2025

Blómkálssteik, alvöru steik!
Þessi hentar ljómandi vel fyrir þá sem ekki borða kjöt eða hreinlega langar til að prufa eitthvað hollt og gott og breyta til. Ég verð að segja að fyrir mitt leyti þá var þetta ljómandi gott og svo er ekki úr vegi að nota afganginn af blómkálinu ef einhver verður út í Blómkálssúpu, þá fer ekkert til spillis!

Halda áfram að lesa

Bakað grænmeti á íssalati
Bakað grænmeti á íssalati

March 16, 2024

Bakað grænmeti á íssalati
Oftar en ekki þá er ég að reyna að borða hollt og gott og hérna er ég að prufa baka blómkál, gulrætur og kokteiltómata sem ég kryddaði með dásamlega góðu Grænmetiskryddi frá Kryddhúsinu.

Halda áfram að lesa