Afrískur pottréttur

July 13, 2022

Afrískur pottréttur

Afrískur pottréttur
Þennan dásamlega góða pottrétt fékk ég að smakka hjá systir minni og hann var svo góður að ég bað hana um uppskriftina en hana hafði hún fengið á síðunni hjá NLFÍ sem hafði fengið hana á síðunni Melting og Vellíðan og deili ég honum svo hérna með ykkur, er ekki alltaf sagt að öllu góðu eigi maður að deila eða því sem næst ;) 

Þegar kalt er í veðri og snjór yfir öllu er fátt betra en að ylja sér á heitum pottréttum. Ekki skemmir fyrir að pottrétturinn er stútfullur af hollu grænmeti, baunum og er vegan.

Hráefni
2-3 msk olía
1 stk. hvítur eða rauður laukur
½  til heill blómkálshaus
1 stk. paprika
3-5 stk gulrætur
70 g tómatpúrra
1 stk tómatar í dós
2 dósir nýrnabaunir
1 dl vatn
1 dós eða ferna kókosmjólk
2 tsk karrý
2 tsk túrmerik krydd
1 grænmetistengingur
½  – 1 tsk kanill
1 dl saxaðar döðlur
Salt – eftir smekk

Ég bætti við aukalega 1 lauk, hafði bæði venjulegan og rauðlauk, plús einn Skalottlauk og svo bætti ég við Kókos rjóma fernu líka og rétturinn varð alveg dásamlega góður. Restina setti ég svo í 6.stk af tortilla vefjum og frysti svo að núna á ég tilbúnar máltíðir til seinni tíma.

Aðferð
Olía sett í pott, laukurinn skorinn í þunnar sneiðar og settur í pottinn við miðlungshita. Á meðan er annað grænmeti skorið niður, blómkál í bita og paprika og gulrætur í þunnar sneiðar.
Þegar laukurinn er orðinn vel mjúkur er tómatpúrru, karrý, túrmerik og kanil bætt saman við og hrært vel saman. Næst er grænmetinu bætt við og blandað vel saman þannig kryddblandan þekur allt grænmetið.
Næst eru tómatar í dós, kókosmjólk, vatni og grænmetisteningi bætt saman við og hrært vel saman.
Nýrnabaunir skolaðar og bætt saman við ásamt döðlunum.
Leyft að malla í a.m.k. 30 mín, ef tími gefst er gott að leyfa þessu að malla lengur.
Í lokinn að smakka til að bæta við salti eftir smekk.

Snittubrauð smurt með smjöri, skornir kokteiltómatar eða samsskonar settir ofan á og svo notaði ég ostinn Tindur og Primadonna og saxaði smá graslauk og myntu, toppað með smá salti og pipar í kvörn.

Borið fram með hrísgrjónum og salati eða gómsætu brauði eins og ég gerði.

Deilið með gleði..

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

Einnig í Grænmetis & baunaréttir

Bakað grænmeti á íssalati
Bakað grænmeti á íssalati

March 16, 2024

Bakað grænmeti á íssalati
Oftar en ekki þá er ég að reyna að borða hollt og gott og hérna er ég að prufa baka blómkál, gulrætur og kokteiltómata sem ég kryddaði með dásamlega góðu Grænmetiskryddi frá Kryddhúsinu.

Halda áfram að lesa

Guacamole
Guacamole

October 05, 2022

Guacamole
Eitt af því besta ofan á brauð og með vefjum, fisk ofl góðu. Einfalt að útbúa og hentar bæði í matvinnsluvél og Tuppewere snilldargræjuna sem saxar og þeytir

Halda áfram að lesa

Okra grænmetisréttur
Okra grænmetisréttur

December 23, 2021

Okra grænmetisréttur
Þessa uppskrift fékk ég hjá honum Abhishek einum af eiganda Indian Food Box en hann var svo yndæll að bæði sýna mér hvernig hann eldaði þetta og einnig

Halda áfram að lesa