October 17, 2020
Rækjukokteill með Blue cheese sósu
Þessi er svo sannarlega sá allra besti rækjukokteill sem ég hef nokkurntíman fengið, hann er ekta fullorðins og sósan hún er dásamlega góð, ísköld með rækjunum, eiginlega of góð.
Rækjur (eftir fjölda)
Sósa:
1 dós sýrður rjómi
1-2 msk majones
1 dós perur (skornar í litla bita)
Safi af perunum eftir smekk
Blue cheese (bræddur yfir vatnsbaði)
Not
Hægt er að setja bæði salatblöð í botninn á glösunum eða smátt skornar agúrkur eins og ég gerði þarna.
Allt hrært vel saman og kælt vel.
Rækjur settar í skál yfir salatblöð og sósan yfir, má skreyta með gúrkum, tómötum, eggjum,
lime/sítrónu, melónubitum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.


Ég raspaði smávegis af sítrónuberki yfir sósuna

Skreytt með sítrónu og steinselju
Njótið þess að deila áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 20, 2024
March 06, 2024
April 10, 2022