Rækjukokteill með Blue cheese sósu

October 17, 2020

Rækjukokteill með Blue cheese sósu

Rækjukokteill með Blue cheese sósu
Þessi er svo sannarlega sá allra besti rækjukokteill sem ég hef nokkurntíman fengið, hann er ekta fullorðins og sósan hún er dásamlega góð, ísköld með rækjunum, eiginlega of góð.

Rækjur (eftir fjölda)

Sósa:

1 dós sýrður rjómi
1-2 msk majones
1 dós perur (skornar í litla bita)
Safi af perunum eftir smekk
Blue cheese (bræddur yfir vatnsbaði)

Allt hrært vel saman og kælt vel.
Rækjur settar í skál yfir salatblöð og sósan yfir, má skreyta með gúrkum, tómötum, eggjum,
lime/sítrónu, melónubitum eða hverju því sem ykkur dettur í hug.

Deilið með gleði..


Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni





Einnig í Forréttir

Rækjukokteill Dísu vinkonu
Rækjukokteill Dísu vinkonu

March 06, 2024

Rækjukokteill
Ein af þessum sem ég hef fengið hjá vinkonu minni og hef ætlað að gera fyrir löngu síðan og lokssins komið að því og að sjálfsögðu deili ég uppskriftinni með ykkur.

Halda áfram að lesa

Djúpsteiktur Camembert
Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.

Halda áfram að lesa

Geitaostur!
Geitaostur!

October 09, 2021

Geitaostur á grilluðu snittubrauði með heitri marmelaðisósu
Uppskrift svipaða og þessa fékk ég árið 2007 hjá Dísu vinkonu minni úti í Þýskalandi 

Halda áfram að lesa