February 11, 2020
Humar a la carte Ingunn !
Ég hef svo gaman af að prufa mig áfram og einu sinni fékk ég alveg dásamlega góða heita sósu með humrinum svo ég ákveð að útbúa mína eign sósu og hérna er hún komin, njótið!
1 kíló stór humar
Sósa:
1 peli rjómi
1 dós lítil af tómatpúrre
smá paprikukrydd
smá karríkrydd
smá klípa af smjöri
1 teningur, kjötkraftur eða annar ef vill eða notið salt og pipar í kvörn til að bragbæta
8-10 saffran þræðir ef vill
Bræðið smjörið í potti og setjið teninginn út í, blandið rjómanum saman við og hrærið vel, bætið svo 1-2 skeiðum af tómatpurre út í og kryddið létt með papriku og karrí, smakkið til.
Klippið bakið á humrinum og þvoið svörtu röndina í burtu, raðið honum í eldfast mót eða setjið hann á grillið og kryddið létt með sítrónupipar.
Setjið í ofninn heitan í ca 10 mín á 180 °c
Skerið út brauð með glasi og ristið
Setjið svo humarinn ofan á brauðið og sósuna yfir og sprautið smá sítrónu yfir.
Verði ykkur að góðu !
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 20, 2024
March 06, 2024
April 10, 2022