Grillaður humar í skel.

March 25, 2020

Grillaður humar í skel.

Grillaður humar í skel
Einn laufléttur og góður á grillið, algjört lostæti og ég hef bæði notað hann sem forrétt og aðalrétt, allt eftir hvað er í gangi. 
Yfir veturinn er einfalt að setja í ofn en á sumrin er það grillið.

Fyrir u.þ.b. 4
1 kg humar í skel
Hvítlaukssmjör
100 gr smjör
1 msk steinselja
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir

Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju út í og látið sjóða í u.þ.b. 2 mínútur.
Snyrtið humarinn og setjið á bakka með skelhliðina niður og penslið hann vel með hvítlauksblöndunni.
Grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til.
Humarinn er svo borinn fram emð brakandi fersku salati, grilluðu hvítlauksbrauði og hvítlaukssósu.
Einnig er gott að skera niður sítrónu og kreista yfir humarinn.

Gott með góðu hvítvíni.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Forréttir

Risarækjur í barbequesósu
Risarækjur í barbequesósu

October 20, 2024

Risarækjur í barbequesósu
Forréttur sem hentar alveg ljómandi vel fyrir einn og minnsta mál að útbúa fyrir fleirri, bara bæta við magnið af risarækjunum og hræra meira saman af rjóma ofl.

Halda áfram að lesa

Rækjukokteill Dísu vinkonu
Rækjukokteill Dísu vinkonu

March 06, 2024

Rækjukokteill
Ein af þessum sem ég hef fengið hjá vinkonu minni og hef ætlað að gera fyrir löngu síðan og lokssins komið að því og að sjálfsögðu deili ég uppskriftinni með ykkur.

Halda áfram að lesa

Djúpsteiktur Camembert
Djúpsteiktur Camembert

April 10, 2022

Djúpsteiktur Camembert
Einstaklega góður djúpsteiktur með ristuðu brauði og rifsberjasultu og ekki eins flókið og maður heldur að útbúa hann.

Halda áfram að lesa