March 25, 2020
Grillaður humar í skel
Einn laufléttur og góður á grillið, algjört lostæti og ég hef bæði notað hann sem forrétt og aðalrétt, allt eftir hvað er í gangi.
Yfir veturinn er einfalt að setja í ofn en á sumrin er það grillið.
Fyrir u.þ.b. 4
1 kg humar í skel
Hvítlaukssmjör
100 gr smjör
1 msk steinselja
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju út í og látið sjóða í u.þ.b. 2 mínútur.
Snyrtið humarinn og setjið á bakka með skelhliðina niður og penslið hann vel með hvítlauksblöndunni.
Grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til.
Humarinn er svo borinn fram emð brakandi fersku salati, grilluðu hvítlauksbrauði og hvítlaukssósu.
Einnig er gott að skera niður sítrónu og kreista yfir humarinn.
Gott með góðu hvítvíni.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 20, 2024
March 06, 2024
April 10, 2022