Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

800 gr ýsuflök              (Ég var með 3 lítil stk)
200 gr brauðrasp         (1 dl brauðrasp)
100 gr kókos                (1/2 dl kókos)
100 gr hvít sesamfræ   (1/2 dl sesamfræ)
150 ml hvítlauksolía     (1 dl hvítlauksolía)
pipar og salt
sesamolía til steikingar
2 laukar                        (1 laukur, ég notaði Skalottlauk)
2 tómatar                      (6-8 litlir konfekttómatar)

Aðferðin:
Skerið ýsuna niður í hæfilega bita.
Blandið saman brauðraspi, sesamfræum og kókos í skál.
Veltið ýsunni upp úr olíunni og saltið og piprið.
Veltið henni þá upp úr raspinum og steikið á heitri pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið.

Saxið laukinn og tómatinn og steikið upp úr sesamolíu á heitri pönnunni í nokkrar mínútur og berið fram með fiskinum.

 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í pestósósu
Saltfiskur í pestósósu

February 01, 2024

Saltfiskur í pestósósu
Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus og afþýddi áður og með þessu útbjó ég kartöflusalat.

Halda áfram að lesa

Laxasteik með kús kús
Laxasteik með kús kús

January 22, 2024

Laxasteik með kús kús, rucola og bökuðum tómat með Primadonna osti ofaná, feta og toppað með Hollandais sósu frá TORO

Halda áfram að lesa