Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

800 gr ýsuflök              (Ég var með 3 lítil stk)
200 gr brauðrasp         (1 dl brauðrasp)
100 gr kókos                (1/2 dl kókos)
100 gr hvít sesamfræ   (1/2 dl sesamfræ)
150 ml hvítlauksolía     (1 dl hvítlauksolía)
pipar og salt
sesamolía til steikingar
2 laukar                        (1 laukur, ég notaði Skalottlauk)
2 tómatar                      (6-8 litlir konfekttómatar)

Aðferðin:
Skerið ýsuna niður í hæfilega bita.
Blandið saman brauðraspi, sesamfræum og kókos í skál.
Veltið ýsunni upp úr olíunni og saltið og piprið.
Veltið henni þá upp úr raspinum og steikið á heitri pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið.

Saxið laukinn og tómatinn og steikið upp úr sesamolíu á heitri pönnunni í nokkrar mínútur og berið fram með fiskinum.

 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa

Fiskur í baconsósu
Fiskur í baconsósu

February 23, 2023

Fiskur í bacon-sósu og bönunum
Þessi réttur var oft á boðstólunum fyrir yfir 20 árum síðan hjá mér og núna var hann endurvakinn. Hann var meira segja betri en í minnigunni og verður gerður fljótlega aftur.

Halda áfram að lesa

Túnfisk steik með hollandaise
Túnfisk steik með hollandaise

February 01, 2023

Túnfisk steik með hollandaise
Áramótin 2022-2023 voru tekin í rólegheitunum með einni ljúfengri Túnfisk steik eins og síðustu tvö árin á undan. Meðlætið er þó aldrei það sama og að þessu sinni var ég með Toro hollandaise sósu sem ég gerði að minni með tvisti,

Halda áfram að lesa