Ýsa í sesam og kókosraspi

May 24, 2023

Ýsa í sesam og kókosraspi

Ýsa í sesam og kókosraspi
Þessa uppskrift fékk ég fyrir mörgum árum síðan og var að gera fyrst núna. Ég minnkaði reyndar uppskriftina svo að hún hentaði fyrir einn og læt það fylgja með og það má líka vel nota Þorsk eða annan góðan fisk að vild.

800 gr ýsuflök              (Ég var með 3 lítil stk)
200 gr brauðrasp         (1 dl brauðrasp)
100 gr kókos                (1/2 dl kókos)
100 gr hvít sesamfræ   (1/2 dl sesamfræ)
150 ml hvítlauksolía     (1 dl hvítlauksolía)
pipar og salt
sesamolía til steikingar
2 laukar                        (1 laukur, ég notaði Skalottlauk)
2 tómatar                      (6-8 litlir konfekttómatar)

Aðferðin:
Skerið ýsuna niður í hæfilega bita.
Blandið saman brauðraspi, sesamfræum og kókos í skál.
Veltið ýsunni upp úr olíunni og saltið og piprið.
Veltið henni þá upp úr raspinum og steikið á heitri pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið.

Saxið laukinn og tómatinn og steikið upp úr sesamolíu á heitri pönnunni í nokkrar mínútur og berið fram með fiskinum.

 

Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa