Túnfisk steik

January 09, 2021

Túnfisk steik

Túnfisk steik
Hún er hátíðarmatur þegar maður vill en maður þarf að gæta sín vel á að ofelda hana ekki því þá verður hún bara góð í túnfisk salat!

Ég hafði ekki eldað túnfisk steik í mörg ár þegar á ákvað að gera vel við mig á gamlárskvöldi og hafa hana í matinn.

Ég skrapp í fiskbúð og valdi mér steik og beið svo eftir gamlárkvöldinu spennt.

Ég velti túnfisk steikinni upp úr Kikoman sojasósu sem ég kryddaði með Koriander og Persilíku og lét ég hana liggja í smá tíma á báðum hliðum áður en ég smellti henni á grillið og gætið þess að hún má alls ekki vera lengur en 30-40 sekúndur á hvorri hlið og athugið að hún heldur áfram að eldast aðeins eftir að hún er tekin af grillinu (ég notaði svona innigrill sem grillar bæði uppi og niðri svo hún þarf ekki meira en 1 1/2-2 minútur en hún á að vera rauð að innan og alls ekki fullelduð.

Ég var með bakaða kartöflu sem meðlæti ásamt mosarella tómatsalati í balsamic með hvítlauk sem ég skar smátt saman við og basiliku. 

Ég var í smá tíma að hugsa um hvaða sósu ég ætti að hafa með henni og fann svo í ísskápnum eina sem ég hafði keypt fyrir stuttu og hafði litist vel á en ekki prufað en það var Avacado Jalapeno sósa frá Hellmann's sem passaði listavel með. 

Ég skar niður nokkur hvítlauksrif í sneiðar og lét ristast aðeins á grillinu.

Vona að ykkur gangi vel að elda ykkar steik.

Deilið að vild...

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa