Sweet chilli fiskur í ofni

August 03, 2022

Sweet chilli fiskur í ofni

Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.

Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum

Skerið laukinn í báta og eplin í bita

Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót

Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á

Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.

Nammi namm


Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur

Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer 

Dásamlega góðar

Verði ykkur að góðu!

Sælkerakveðjur

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa