Sweet chilli fiskur í ofni

August 03, 2022

Sweet chilli fiskur í ofni

Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.

Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum

Skerið laukinn í báta og eplin í bita

Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót

Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á

Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.

Nammi namm


Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur

Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer 

Dásamlega góðar

Verði ykkur að góðu!

Sælkerakveðjur

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í tagini
Fiskur í tagini

December 21, 2022

Fiskur í tagini
Ég fór í sumar á veitingastaðinn á Hótel Siglunesi þar sem marakóski kokkurinn hann Jaouad Hbib frá Mazagan, El Jadida, Morocco sér um að matreiða sælkera mat fyrir gesti staðarins og ég heillaðist svo að þeirri

Halda áfram að lesa

Fiskur í felum
Fiskur í felum

October 24, 2022

Fiskur í felum í kókosrjóma
Þessa uppskrift gerði ég fyrir vinkonur sem voru að koma í mat til mín fyrir stuttu síðan og í gistingu og var hann svo vel heppnaður að ég ákvað að deila honum hérna með ykkur.

Halda áfram að lesa

Grillaður Sólkoli
Grillaður Sólkoli

July 27, 2022

Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist

Halda áfram að lesa