August 03, 2022
Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.
Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum
Skerið laukinn í báta og eplin í bita
Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót
Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á
Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.
Nammi namm
Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur
Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer
Dásamlega góðar
Verði ykkur að góðu!
Sælkerakveðjur
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!
June 06, 2025
Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.