Sweet chilli fiskur í ofni

August 03, 2022

Sweet chilli fiskur í ofni

Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.

Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum

Skerið laukinn í báta og eplin í bita

Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót

Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á

Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.

Nammi namm


Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur

Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer 

Dásamlega góðar

Verði ykkur að góðu!

Sælkerakveðjur

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskibollur í karrísósu
Fiskibollur í karrísósu

April 15, 2024

Fiskibollur í karrísósu
Heimagerðar fiskibollur eða tilbúnar keyptar, allt eftir því hvað hentar ykkur best, ekkert rétt né rangt. Hérna var ég með lauk með, dásamlega gott kartöflusalt og rúgbrauð með smjöri, himnesk blanda.

Halda áfram að lesa

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!

April 03, 2024

Fiskur í orlýdeigi frá Vilko!
Ég bauð foreldrum mínum í mat og bauð þeim upp á fisk í orlý, franskar og Tartar sósu sem þau voru alsæl með. Þetta er svo einfalt og svo gott að eiga til að grípa í og aðeins þarf að bæta saman við vatni og krydda.

Halda áfram að lesa

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro

March 20, 2024

Ofnbökuð Langa í Balí sósu frá Toro
Ég elska að prufa nýja rétti eins og hugsanlega mörg ykkar eruð farin að kannast við og hérna lagði ég upp með að vera með Tikka Masala sósuna frá Toro og myndaði hana með en breytti svo snögglega í Balí sósuna þar sem ég taldi hana eiga betur við í þetta sinn, geri hina bara seinna.

Halda áfram að lesa