August 03, 2022
Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.
Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum
Skerið laukinn í báta og eplin í bita
Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót
Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á
Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.
Nammi namm
Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur
Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer
Dásamlega góðar
Verði ykkur að góðu!
Sælkerakveðjur
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.