Sweet chilli fiskur í ofni

August 03, 2022

Sweet chilli fiskur í ofni

Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.

Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum

Skerið laukinn í báta og eplin í bita

Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót

Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á

Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.

Nammi namm


Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur

Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer 

Dásamlega góðar

Verði ykkur að góðu!

Sælkerakveðjur

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa