Sweet chilli fiskur í ofni

August 03, 2022

Sweet chilli fiskur í ofni

Sweet chilli fiskur í ofni
Enn einn rétturinn sem verður til á meðan ég týndi til úr ísskápnum það sem til er og útkoman verður mjög góð, svo góð að ég deili henni hérna með ykkur.

Ýsa/þorskur
Rauðlaukur
Skalottlaukur
Epli
Risarækjur
Sweet chilli sósa, hálf flaska
1 poki af hrisgrjónum

Skerið laukinn í báta og eplin í bita

Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau svo í eldfast mót

Raðið lauk, epli ofan á hrísgjónin og svo fiskinum þar ofan á, saltið og piprið fiskinn og setjið svo risarækjurnar ofan á

Hellið svo Sweet chilli sósunni ofan á og setjið inn í heitann ofninn í um 15-20 mínútur. Gott er líka að strá yfir réttinn Cashewhnetum og kókosflögum.

Nammi namm


Afganginn notaði ég svo daginn eftir og bjó til tartalettur

Ég skellti þeim svo í 3-4 mínútur í Air fryer 

Dásamlega góðar

Verði ykkur að góðu!

Sælkerakveðjur


Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Grillaður Sólkoli
Grillaður Sólkoli

July 27, 2022

Grillaður Sólkoli
Það er ekki á hverjum degi sem manni er færður dýrindisfiskur eins og Sólkolinn er en það gerðist og ég var að elda hann í mitt fyrsta skipti og hann heppnaðist

Halda áfram að lesa

Urriði grillaður í ofni
Urriði grillaður í ofni

April 21, 2022

Urriði grillaður í ofni
Þennan átti ég til í frystinum frá því í haust en þá keypti ég hann á markaðinum á Mosskógum í Mosfellsdalnum beint frá býli veiddann í Þingavalla vatni. 

Halda áfram að lesa

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar
Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar

September 16, 2021

Sítrónumareneraðir létt saltaðir þorskfiskhnakkar með timían & rósmarín.
Það er eitthvað roslega gott við létt saltaðan fisk og þorskhnakkarnir eru svona

Halda áfram að lesa