February 12, 2020
Steiktur fiskur með brúnni sósu og lauk
Þennan rétt var mamma oft með og mér fannst hann æðislegur og þykir enn.
Um dagin hafði ég hann og það var fólk í mat sem hafði ekki áður fengið steiktan fisk með brúnni sósu og lauk og var alsælt, meira að segja unga fólkið var að fíla hann.
1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annar fiskur
hveiti
salt
pipar
laukur
fiskkrydd
Setjið hveiti í skál og saltið það og piprið eftir smekk, hrærið saman.
Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveitinu.
Setið smá smjör/smjörlíki á pönnuna og steikið fiskinn, kryddið með fiskkryddi eftir smekk í viðbót, veltið fiskinum yfir og raðið niðurskornum lauknum yfir á pönnuna og setjið lokið yfir í smá stund, eða þar til laukurinn verður mjúkur.
Borið fram með brúnni sósu og kartöflum.
Njótið og deilið með gleði.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
June 29, 2023
May 24, 2023
February 23, 2023