Steiktur fiskur með brúnni sósu

February 12, 2020

Steiktur fiskur með brúnni sósu

Steiktur fiskur með brúnni sósu og lauk
Þennan rétt var mamma oft með og mér fannst hann æðislegur og þykir enn.
Um dagin hafði ég hann og það var fólk í mat sem hafði ekki áður fengið steiktan fisk með brúnni sósu og lauk og var alsælt, meira að segja unga fólkið var að fíla hann.

1-2 fiskflök, ýsa, þorskur eða annar fiskur
hveiti
salt
pipar
laukur
fiskkrydd



Setjið hveiti í skál og saltið það og piprið eftir smekk, hrærið saman.
Skerið fiskinn í bita og veltið honum upp úr hveitinu.

Setið smá smjör/smjörlíki á pönnuna og steikið fiskinn, kryddið með fiskkryddi eftir smekk í viðbót, veltið fiskinum yfir og raðið niðurskornum lauknum yfir á pönnuna og setjið lokið yfir í smá stund, eða þar til laukurinn verður mjúkur. 

Borið fram með brúnni sósu og kartöflum.

Ég hef oft notað bara pakka sósu brúna frá TORO á Íslandi til að einfalda málin, ég ýmist nota þá vatn eða mjólk.
Svo má líka bæta meiru smjöri/smjörlíki á pönnuna og um 500 ml af vatni (svona miðað við tvo til þrjá í mat) taka fiskinn af og halda heitum inni í ofni á meðan og bæta einum til tvemur tengingum, fisk eða kjötkrafti eða einn af hvorum saman við og leysa upp og þykkja svo með dökkum Maizena Maísmjöli 🙂



Njótið og deilið með gleði.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa