March 27, 2020
Saltfiskur í Hoi Sin sósu
Einn laufléttur og fljótlegur, stundum er bara svo gott að koma heim og hafa einfaldann rétt sem tekur stuttu stund að reiða fram.
Létt saltaður saltfiksur í bitum.
Blandað grænmeti, ferskt, líka hægt að kaupa frosið
Hoi Sin sósa frá Blue Dragon
Kartöflur (má sleppa í Ketó)
Steikið fiskinn á pönnu og kryddið með sítrónupipar
Sjóðið kartöflur, skerið þær svo niður í sneiðar og blandið saman með grænmetinu á pönnu og hellið yfir Hoi Sin sósunni. (Kartöflunum má sleppa og nota frekar blómkál & spergilkál í staðinn, ketóvænt þannig.
Fljótlegur, hollur og góður réttur.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
January 06, 2025
November 18, 2024
October 21, 2024