Saltfiskur, a la Portugal

July 29, 2020

Saltfiskur, a la Portugal

Saltfiskur, a la Portugal
Er uppskrift með lauk,hvítlauk, sólþrkuðum tómötum, ólívum, kartöflum, basilikku og steinselju og hrærðum eggjum sem hann Eiður Valgarðsson setti inn á síðuna Heimilismatur á facebook og gaf góðfúslegt leyfi til að deila henni hérna áfram til ykkar, takk kærlega fyrir það. 
Sjá má hópinn hérna

2 Laukar brytjaðir og hvítlaukur hitaðir á pönnu uns glærir. 🍜 
Á meðan er saltfiskurinn (600g) snöggsoðinn í 5 mín. roði flett af og settur í flögum á pönnuna. 


🍅 Sólþurkuðum tómötum, ólívum og forsoðnum kartöflum í bitum, bætt útí.
Llátið krauma í ca 5 mín. 2 eggjum hrært útí (2 mín.) 


🌿 Ferskri steinselju og basilikku bætt útí ásamt pipar eftir smekk.  
Gjarnan má bæta 2 msk. rifnum parmasean osti saman við.

Berið fram með rúgbrauði.

Uppskrift: Eiður Valgarðsson
Mynd: Eiður Valgarðsson

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Langa í Pestó Sól
Langa í Pestó Sól

March 11, 2024

Langa í Pestó Sól frá Önnu Mörtu og Lovísu
Með sætkartöflumús og döðlum.
Ég fékk gefins alveg dásamlega góða Löngu frá vini og ég hef persónulega ekki mikið eldað Löngu svo ég ákvað að leyfa sköpunargleðinni njóta sín og þetta varð útkoman. Virkilega sátt við hana og mjög gott allt saman, sælkeraréttur með meiru. 

Halda áfram að lesa

Fiskibollur með lauksmjöri
Fiskibollur með lauksmjöri

March 04, 2024

Fiskibollur með lauksmjöri
Hvort heldur sem er að maður geri þær sjálfur frá grunni og eða kaupi þær tilbúnar þá eru þær virkilega góðar með lauksmjöri og kartöflum.

Halda áfram að lesa

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa