Saltfiskur, a la Portugal

July 29, 2020

Saltfiskur, a la Portugal

Saltfiskur, a la Portugal
Er uppskrift með lauk,hvítlauk, sólþrkuðum tómötum, ólívum, kartöflum, basilikku og steinselju og hrærðum eggjum sem hann Eiður Valgarðsson setti inn á síðuna Heimilismatur á facebook og gaf góðfúslegt leyfi til að deila henni hérna áfram til ykkar, takk kærlega fyrir það. 
Sjá má hópinn hérna

2 Laukar brytjaðir og hvítlaukur hitaðir á pönnu uns glærir. 🍜 
Á meðan er saltfiskurinn (600g) snöggsoðinn í 5 mín. roði flett af og settur í flögum á pönnuna. 


🍅 Sólþurkuðum tómötum, ólívum og forsoðnum kartöflum í bitum, bætt útí.
Llátið krauma í ca 5 mín. 2 eggjum hrært útí (2 mín.) 


🌿 Ferskri steinselju og basilikku bætt útí ásamt pipar eftir smekk.  
Gjarnan má bæta 2 msk. rifnum parmasean osti saman við.

Berið fram með rúgbrauði.

Uppskrift: Eiður Valgarðsson
Mynd: Eiður Valgarðsson

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Grilluð bleikja!
Grilluð bleikja!

July 19, 2024

Grilluð bleikja!
Hvort heldur sem maður grillar hana á útigrilli eða í ofninum þá elska ég þegar ég fæ góða Bleikju eða Urriða og þessi er út Þingvallavatninu. Ég var með bakaða kartöflu með, ferskt salat og kalda sósu úr Grískri jógúrt.

 

Halda áfram að lesa

Heimagerðar fiskibollur
Heimagerðar fiskibollur

July 03, 2024 2 Athugasemdir

Heimagerðar fiskibollur!
Hérna kemur mín uppskrift af heimagerðum fiskibollum, afar einföld og einstaklega góð. Einfalt líka að gera þær líka í sinni stærð, hvort heldur að hafa þær litlar, miðlungs eða stórar.

Halda áfram að lesa

Grafinn lax!
Grafinn lax!

June 30, 2024

Grafinn lax!
Þvílíka snilldin þetta krydd, þetta er sælkera svo um munar og eitt það besta og einfaldasta sem ég hef notað og gert sjálf! Blandan er alveg tilbúin og er útbúin af matreiðslumeistaranum Helga B.Helgasyni sem hefur sett saman 6 tegundir af gæðakryddum en eins og er þá fást þau bara á Spáni þar sem hann er búsettur.

Halda áfram að lesa