July 29, 2020
Saltfiskur, a la Portugal
Er uppskrift með lauk,hvítlauk, sólþrkuðum tómötum, ólívum, kartöflum, basilikku og steinselju og hrærðum eggjum sem hann Eiður Valgarðsson setti inn á síðuna Heimilismatur á facebook og gaf góðfúslegt leyfi til að deila henni hérna áfram til ykkar, takk kærlega fyrir það.
Sjá má hópinn hérna
2 Laukar brytjaðir og hvítlaukur hitaðir á pönnu uns glærir. 🍜
Á meðan er saltfiskurinn (600g) snöggsoðinn í 5 mín. roði flett af og settur í flögum á pönnuna.
🍅 Sólþurkuðum tómötum, ólívum og forsoðnum kartöflum í bitum, bætt útí.
Llátið krauma í ca 5 mín. 2 eggjum hrært útí (2 mín.)
🌿 Ferskri steinselju og basilikku bætt útí ásamt pipar eftir smekk.
Gjarnan má bæta 2 msk. rifnum parmasean osti saman við.
Berið fram með rúgbrauði.
Uppskrift: Eiður Valgarðsson
Mynd: Eiður Valgarðsson
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024