Saltfiskur a la Barcelona

March 25, 2020

Saltfiskur a la Barcelona

Saltfiskur a la Barcelona
Þegar ég var úti í Barcelona í nokkrar vikur árið 2015 þá fór ég oft á matarmarkaðinn í hverfinu sem ég bjó í og verslaði þar inn mat fyrir 1 nema ef ég var að fá gesti sem kom fyrir. 
Einn daginn ákvað ég að kaupa mér saltfisk (bacalao) og elda á pönnu. 
Með honum hafði ég glænýjar kartöflur, tómata litla og ólívur sem voru fylltar með sítrónu.

Í réttinn þarf þar að leiðandi

Saltfisk stykki
Kartöflur
Kokteiltómata
Fylltar ólívur með sítrónu
Salt & pipar

Ég sauð kartöflurnar í ca.18 mínútur og léttsteikti svo fiskinn á pönnur og notaði ég til þess smá smjör. Ég skar svo ólívurnar í sneiðar og setti ofan á fiskinn þegar ég var búin að snúa honum við og saltaði og pipraði eftir smekk.

Þetta þarf ekki að vera flókið að útbúa sér sælkerarétt fyrri einn.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa

Lax í ofni með aspas!
Lax í ofni með aspas!

August 07, 2024

Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!

Halda áfram að lesa

Fiskibollur Tikka Masala!
Fiskibollur Tikka Masala!

July 29, 2024

Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.

Halda áfram að lesa