Saltfiskur a la Barcelona

March 25, 2020

Saltfiskur a la Barcelona

Saltfiskur a la Barcelona
Þegar ég var úti í Barcelona í nokkrar vikur árið 2015 þá fór ég oft á matarmarkaðinn í hverfinu sem ég bjó í og verslaði þar inn mat fyrir 1 nema ef ég var að fá gesti sem kom fyrir. 
Einn daginn ákvað ég að kaupa mér saltfisk (bacalao) og elda á pönnu. 
Með honum hafði ég glænýjar kartöflur, tómata litla og ólívur sem voru fylltar með sítrónu.

Í réttinn þarf þar að leiðandi

Saltfisk stykki
Kartöflur
Kokteiltómata
Fylltar ólívur með sítrónu
Salt & pipar

Ég sauð kartöflurnar í ca.18 mínútur og léttsteikti svo fiskinn á pönnur og notaði ég til þess smá smjör. Ég skar svo ólívurnar í sneiðar og setti ofan á fiskinn þegar ég var búin að snúa honum við og saltaði og pipraði eftir smekk.

Þetta þarf ekki að vera flókið að útbúa sér sælkerarétt fyrri einn.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025 2 Athugasemdir

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa