Saltfiskur,,

March 11, 2020

Saltfiskur,,

Saltfiskur með ólívum, tómötum og fetaosti
Ég er mikil fiskiaðdáandi, kannski er það af því að afi minn heitinn átti fiskbúð og ég aldist upp við að fá góða fisk, ég vann líka með gaggó í Barðanum sem var eina frystihúsið sem var staðsett upp á landi eins og það var kallað í Kópavoginum en þar lærði maður að meðhöndla fiskinn frá A-Ö og í dag þá verður bara að segjast að þetta er herramanns matur að mínu mati og við erum mikið duglegri við að útbúa allsskonar gourme rétti úr fiskinum, þótt svo að fiskur soðinn og kartöflur, stappað saman með smjöri standi alltaf enn fyrir síðnu!

Þessa uppskrift gerði ég nú bara um daginn, hún er sáraeinföld sem hentar mér oft afar vel.

Saltfiskbitar (keypti frosna)
Kokteiltómatar
Ólífur, ég var með fylltar með chilli sem ég keypti á Kanarí en hvaða fylling gengur upp, mér finnst þær reyndar mikið betri fylltar.
Fetaostur, nota olíuna af honum líka
Salt & pipar

Ég steikti fiskinn í smá stund á hliðinni upp en sneri honum svo við, kryddaði hann með salt og pipar, skar svo niður tómatana, ólívurnar og setti ofan á fiskinn ásamt fetaostinum og smá olíu af ostinum og hafði á pönnunni í ca.10 mínútur því ég vildi ekki ofelda fiskinn.

Ég útbjó með þessu rauðlauks/gulrótar salsa að mínum hætti, skar gulræturnar í bita, laukinn í sneiðar og setti í pott með hunangi, 1.msk og lét malla þar til það var orðið djúsí, þetta bar ég fram ásamt krydduðu kúskús.


Fyrir þá sem eru á Ketó þá má sleppa þessu meðlæti og hafa bara rjómasósu eða annað eftir smekk, getið líka soðið brokkolí og blómkál og borið fram með.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!

January 13, 2025

Innbakaður plokkfiskur í smjördegi!
Hvort heldur sem þú átt afgang af plokkfisk eða býrð hann til frá grunni þá er þetta skemmtileg tilbreytin frá því hefðbundna og svo er einfalt að frysta og taka svo út einn og einn, smá hugmynd frá hagsýnu húsmóðurinni.

Halda áfram að lesa

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa