November 10, 2020
Reyk-plokkfiskur er afskaplega góður matur. Einfaldur og fljótlegur í matreiðslu sagði hún Sigríður María þegar hún deildi með okkur mynd af honum inn á Heimilismatur síðuna og deildi hún uppskriftinni með okkur glaðlega, takk fyrir það Sigríður.
600 gr Reykt ýsa
40 gr smjör
1. laukur, svissaður á pönnu í 5 mín.
600 gr fiskur roðflettur, skorin í bita og bætt út á pönnuna og 2 dl matreiðslurjómi. Hitað á vægum hita í nokkrar mín.
300 gr soðnar kartöflur brytjaðar og bætt út á pönnuna.
Þú getur bæði haft réttinn svona eða stappað hann, ég stappa saman sagði hún. Rétt áður en þú berð þetta fram sett ég hálfa papriku og vorlauk og hræri saman við.
Njótum & deilum áfram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
November 18, 2024
October 21, 2024
September 11, 2024