Reyk-plokkfiskur

November 10, 2020

Reyk-plokkfiskur

Reyk-plokkfiskur er afskaplega góður matur. Einfaldur og fljótlegur í matreiðslu sagði hún Sigríður María þegar hún deildi með okkur mynd af honum inn á Heimilismatur síðuna og deildi hún uppskriftinni með okkur glaðlega, takk fyrir það Sigríður.

600 gr Reykt ýsa 
40 gr smjör
1. laukur,  svissaður á pönnu í 5 mín.

600 gr fiskur roðflettur, skorin í bita og bætt út á pönnuna og 2 dl matreiðslurjómi. Hitað á vægum hita í nokkrar mín.

300 gr soðnar kartöflur brytjaðar og bætt út á pönnuna.

Þú getur bæði haft réttinn svona eða stappað hann, ég stappa saman sagði hún. Rétt áður en þú berð þetta fram sett ég hálfa papriku og vorlauk og hræri saman við.

Njótum & deilum áfram.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!

September 11, 2024

Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.

Halda áfram að lesa