Reyk-plokkfiskur

November 10, 2020

Reyk-plokkfiskur

Reyk-plokkfiskur er afskaplega góður matur. Einfaldur og fljótlegur í matreiðslu sagði hún Sigríður María þegar hún deildi með okkur mynd af honum inn á Heimilismatur síðuna og deildi hún uppskriftinni með okkur glaðlega, takk fyrir það Sigríður.

600 gr Reykt ýsa 
40 gr smjör
1. laukur,  svissaður á pönnu í 5 mín.

600 gr fiskur roðflettur, skorin í bita og bætt út á pönnuna og 2 dl matreiðslurjómi. Hitað á vægum hita í nokkrar mín.

300 gr soðnar kartöflur brytjaðar og bætt út á pönnuna.

Þú getur bæði haft réttinn svona eða stappað hann, ég stappa saman sagði hún. Rétt áður en þú berð þetta fram sett ég hálfa papriku og vorlauk og hræri saman við.

Njótum & deilum áfram.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Plokkfiskur a la bearnaise!
Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnaise sósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

Halda áfram að lesa

Gratineraður fiskur í karrísósu
Gratineraður fiskur í karrísósu

October 30, 2023

Gratineraður fiskur í karrísósu
Ég hef mjög gaman af því að setja saman allsskonar hráefni í matargerð og prufa mig áfram. Sumir réttanna koma hérna inn en bara ef þeir slá í gegn og eru góðir. 
Þessi var virkilega góður og líka upphitaður í tvo daga á eftir.

Halda áfram að lesa

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þorskhnakkar léttsaltaðir

June 29, 2023

Þorskhnakkar léttsaltaðir
Þeir eru ekta sælkera þorskhnakkarnir og hérna var ég bara að leika mér í að setja eitthvað saman og útkoman alveg svakalega góð, kom mér á óvart sjálfri meira að segja!

Halda áfram að lesa