November 10, 2020
Reyk-plokkfiskur er afskaplega góður matur. Einfaldur og fljótlegur í matreiðslu sagði hún Sigríður María þegar hún deildi með okkur mynd af honum inn á Heimilismatur síðuna og deildi hún uppskriftinni með okkur glaðlega, takk fyrir það Sigríður.
600 gr Reykt ýsa
40 gr smjör
1. laukur, svissaður á pönnu í 5 mín.
600 gr fiskur roðflettur, skorin í bita og bætt út á pönnuna og 2 dl matreiðslurjómi. Hitað á vægum hita í nokkrar mín.
300 gr soðnar kartöflur brytjaðar og bætt út á pönnuna.
Þú getur bæði haft réttinn svona eða stappað hann, ég stappa saman sagði hún. Rétt áður en þú berð þetta fram sett ég hálfa papriku og vorlauk og hræri saman við.
Njótum & deilum áfram.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
October 13, 2025
Sweet Chili fiskur!
Fiskréttur og fiskréttur og óteljandi útfærslur. Hérna kemur ein frá mér sem ég prufaði að gera og var svakalega góð, svo góð að henni er hér með deilt með ykkur. Hún er líka svo einstaklega einföld að allir ættu að geta orðið meistarar í matargerð sinni.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.