Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnissósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

800-1000 gr af þorsk eða ýsu, ég persónulega nota alltaf orðið þorsk
1 lauk, smátt skorin
500 gr af kartöflum
2 pk af Toro bearnaise sósu
(2 dl vatn og 3 dl mjólk, samkvæmt uppgefnu á pk)
150 gr smjör/smjörlíki, ég notaði smjörlíki
Mosarella ost eða Gratín ost
Salt og pipar úr kvörn

Sjóðið fiskinn og kartöflurnar. Fínt að afhýða kartöflurnar áður.
Bræðið smjör/smjörlíki í potti og setjið laukinn útí og látið mýkjast  á vægum hita. Bætið svo saman við 2.pk af Bearnaise! sósunni og hrærið og bætið út í vatni og mjólk og hrærið vel á meðan. Skerið kartöflurnar í bita og bætið saman við ásamt fiskinum.

Setjið blönduna í eldfast mót og stráið ostinum yfir og setjið inn í heitan ofn á 180°c í um 15-20 mín eða þar til osturinn er orðin gullin brúnn.


Berið fram með ljúffengu rúgbrauði.
Gott líka að krydda hann svo eftir smekk hvers og eins með salti og pipar beint úr kvörn.




Ég notaði Bearnaissósuna frá Toro


Svo ljúffengt



Afgangurinn var síðan settur í Tartalettur sem voru virkilega góðar

Verði ykkur að góðu.

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa

Lax í ofni fyrir einn!
Lax í ofni fyrir einn!

June 06, 2025

Lax í ofni fyrir einn!
Þar sem ég er nú ein í heimili þá er oftar en ekki eldað fyrir einn, þó svo að ég sé dugleg að elda stærri einingar og frysta þá á það ekki við allan mat hjá mér. Ég fylgist með tilboðum og slæ til þegar koma fín tilboð á lax og fleirra góðgæti sem annars væri í dýrara kantinum, þar kemur hagsýna húsmóðirinn sterk inn.

Halda áfram að lesa