Plokkfiskur a la bearnaise!

November 23, 2023

Plokkfiskur a la bearnaise!

Plokkfiskur a la bearnaise!
Enn aftur tilrauna eldhúsið mitt í gangi og núna bauð ég vinkonu minni í mat í Gratineraðan plokkfisk í bearnissósu og við vorum sammála um að þessi yrði gerður aftur, virkilega góð tilbreyting frá þessum hefðbundna og virkilega góður. Mæli með!

800-1000 gr af þorsk eða ýsu, ég persónulega nota alltaf orðið þorsk
1 lauk, smátt skorin
500 gr af kartöflum
2 pk af Toro bearnaise sósu
(2 dl vatn og 3 dl mjólk, samkvæmt uppgefnu á pk)
150 gr smjör/smjörlíki, ég notaði smjörlíki
Mosarella ost eða Gratín ost
Salt og pipar úr kvörn

Sjóðið fiskinn og kartöflurnar. Fínt að afhýða kartöflurnar áður.
Bræðið smjör/smjörlíki í potti og setjið laukinn útí og látið mýkjast  á vægum hita. Bætið svo saman við 2.pk af Bearnaise! sósunni og hrærið og bætið út í vatni og mjólk og hrærið vel á meðan. Skerið kartöflurnar í bita og bætið saman við ásamt fiskinum.

Setjið blönduna í eldfast mót og stráið ostinum yfir og setjið inn í heitan ofn á 180°c í um 15-20 mín eða þar til osturinn er orðin gullin brúnn.


Berið fram með ljúffengu rúgbrauði.
Gott líka að krydda hann svo eftir smekk hvers og eins með salti og pipar beint úr kvörn.
Ég notaði Bearnaissósuna frá Toro


Svo ljúffengtAfgangurinn var síðan settur í Tartalettur sem voru virkilega góðar

Verði ykkur að góðu.

Njótið & deilið að vild.

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni


EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni

 
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Fiskur með karrýi og eplum
Fiskur með karrýi og eplum

February 04, 2024

Fiskur með karrýi og eplum
Þeir gerast bara ekki einfaldari réttirnir, þessi er eiginlega bara of einfaldur og spurning um að flækja hann smávegis eða ekki. Allavega þá þarf eitthvað gott með þessu og spurning um að hafa hrisgjón með eða kartöfluskífur.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í pestósósu
Saltfiskur í pestósósu

February 01, 2024

Saltfiskur í pestósósu
Þessi var afar ljúffengur. Ég notaði 1 pakka af frosnum saltfisk sem ég keypti í Bónus og afþýddi áður og með þessu útbjó ég kartöflusalat.

Halda áfram að lesa

Laxasteik með kús kús
Laxasteik með kús kús

January 22, 2024

Laxasteik með kús kús, rucola og bökuðum tómat með Primadonna osti ofaná, feta og toppað með Hollandais sósu frá TORO

Halda áfram að lesa