Mangó-fiskur í ofni!

February 12, 2020

Mangó-fiskur í ofni!

Mangó-fiskur í ofni!

Bjó þennan til í vikunni og var alsæl með hann en ég hef mjög gaman af því að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti.

Uppskrift:
Kryddað kús kús soðið og fyllt í botninn.
Ég skar svo niður ferska tómata og setti þá yfir.
Mangó blanda sett í skál og fiskbitunum velt uppúr og raðaðir ofaná og svo átti ég til olívur sem ég skar í sneiðar og bætti ofaná fiskinn ásamt mosarellaosti og niðurskornum Prímadonna osti líka.


Bakað í ofni ca.20-25 mínútur og þetta bar ég fram með heimabökuðu brauði úr Toro blöndu sem er æði og ég átti í frystinum en brauðið var fyllt með allsskonar úr ísskápnum t.d. tómötum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, papriku, blöndu af fræum og bræddur osti yfir.
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!
Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

November 10, 2020

Halda áfram að lesa

Reyk-plokkfiskur
Reyk-plokkfiskur

November 10, 2020

Reyk-plokkfiskur er afskaplega góður matur. Einfaldur og fljótlegur í matreiðslu sagði hún Sigríður María þegar hún deildi með okkur mynd af honum inn á Heimilismatur síðuna og deildi hún uppskriftinni með okkur glaðlega

Halda áfram að lesa

Fiskur í pastasósu
Fiskur í pastasósu

October 04, 2020

Fiskur í pastasósu
með Nacos og hrísgrjónum.
Ljúffengur og góður fiskréttur sem ég bjó til og bauð gestum í, hann gerði lukku og þótti góður með brakandi nacos með.

Halda áfram að lesa