Mangó-fiskur í ofni!

February 12, 2020

Mangó-fiskur í ofni!

Mangó-fiskur í ofni!

Bjó þennan til í vikunni og var alsæl með hann en ég hef mjög gaman af því að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti.

Uppskrift:
Kryddað kús kús soðið og fyllt í botninn.
Ég skar svo niður ferska tómata og setti þá yfir.
Mangó blanda sett í skál og fiskbitunum velt uppúr og raðaðir ofaná og svo átti ég til olívur sem ég skar í sneiðar og bætti ofaná fiskinn ásamt mosarellaosti og niðurskornum Prímadonna osti líka.


Bakað í ofni ca.20-25 mínútur og þetta bar ég fram með heimabökuðu brauði úr Toro blöndu sem er æði og ég átti í frystinum en brauðið var fyllt með allsskonar úr ísskápnum t.d. tómötum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, papriku, blöndu af fræum og bræddur osti yfir.
Skildu eftir athugasemd


Einnig í Fiskréttir

Túnfisk steik
Túnfisk steik

January 09, 2021

Túnfisk steik
Hún er hátíðarmatur þegar maður vill en maður þarf að gæta sín vel á að ofelda hana ekki því þá verður hún bara góð í túnfisk salat!

Halda áfram að lesa

Skötuboð
Skötuboð

December 20, 2020

Þorláksmessu skata (& saltfiskur)
Frá því að ég man eftir mér þá hefur verið boðið upp á skötu í mínu uppeldi en hann Þorleifur afi minn var fisksali og þá þekktist það að hún var borðuð 

Halda áfram að lesa

Ýsa í Mango karrí rjómasósu!
Ýsa í Mango karrí rjómasósu!

November 10, 2020 1 Athugasemd

Halda áfram að lesa