Mangó-fiskur í ofni!

February 12, 2020

Mangó-fiskur í ofni!

Mangó-fiskur í ofni!

Bjó þennan til í vikunni og var alsæl með hann en ég hef mjög gaman af því að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti.

Uppskrift:
Kryddað kús kús soðið og fyllt í botninn.
Ég skar svo niður ferska tómata og setti þá yfir.
Mangó blanda sett í skál og fiskbitunum velt uppúr og raðaðir ofaná og svo átti ég til olívur sem ég skar í sneiðar og bætti ofaná fiskinn ásamt mosarellaosti og niðurskornum Prímadonna osti líka.


Bakað í ofni ca.20-25 mínútur og þetta bar ég fram með heimabökuðu brauði úr Toro blöndu sem er æði og ég átti í frystinum en brauðið var fyllt með allsskonar úr ísskápnum t.d. tómötum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, papriku, blöndu af fræum og bræddur osti yfir.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Saltfiskbollur með rúsínum!
Saltfiskbollur með rúsínum!

January 06, 2025

Saltfiskbollur með rúsínum!
Ein af þessum sem eru búnar að vera í fórum mínum í mörg ár en lét loksins verða að því að búa til. Skemmtileg og góð tilbreyting og rúsínurnar toppurinn á bragðið, svona fyrir þá sem eru fyrir rúsínur, hinir bara sleppa þeim.

Halda áfram að lesa

Saltfiskur í Kormasósu!
Saltfiskur í Kormasósu!

November 18, 2024

Saltfiskur í Kormasósu!
Indversku sósurnar frá Patak's eru með þeim bestu sem ég hef smakkað sem eru seldar í tilbúnum krukkum og hérna ákvað ég að prufa að vera með fisk sem ég átti og breyta út af vananum að vera með kjúkling

Halda áfram að lesa

Lax með kús kús
Lax með kús kús

October 21, 2024

Lax með kús kús
Góður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.

Halda áfram að lesa