Mangó-fiskur í ofni!

February 12, 2020

Mangó-fiskur í ofni!

Mangó-fiskur í ofni!

Bjó þennan til í vikunni og var alsæl með hann en ég hef mjög gaman af því að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti.

Uppskrift:
Kryddað kús kús soðið og fyllt í botninn.
Ég skar svo niður ferska tómata og setti þá yfir.
Mangó blanda sett í skál og fiskbitunum velt uppúr og raðaðir ofaná og svo átti ég til olívur sem ég skar í sneiðar og bætti ofaná fiskinn ásamt mosarellaosti og niðurskornum Prímadonna osti líka.


Bakað í ofni ca.20-25 mínútur og þetta bar ég fram með heimabökuðu brauði úr Toro blöndu sem er æði og ég átti í frystinum en brauðið var fyllt með allsskonar úr ísskápnum t.d. tómötum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, papriku, blöndu af fræum og bræddur osti yfir.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Lax með blómkálsgratín!
Lax með blómkálsgratín!

July 30, 2025

Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.

Halda áfram að lesa

Fiskur í raspi með remúlaði!
Fiskur í raspi með remúlaði!

June 18, 2025

Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.

Halda áfram að lesa

Fiskur í sojasósu!
Fiskur í sojasósu!

June 11, 2025

Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!

Halda áfram að lesa