Mangó-fiskur í ofni!

February 12, 2020

Mangó-fiskur í ofni!

Mangó-fiskur í ofni!

Bjó þennan til í vikunni og var alsæl með hann en ég hef mjög gaman af því að prufa mig áfram með hina ýmsu rétti.

Uppskrift:
Kryddað kús kús soðið og fyllt í botninn.
Ég skar svo niður ferska tómata og setti þá yfir.
Mangó blanda sett í skál og fiskbitunum velt uppúr og raðaðir ofaná og svo átti ég til olívur sem ég skar í sneiðar og bætti ofaná fiskinn ásamt mosarellaosti og niðurskornum Prímadonna osti líka.


Bakað í ofni ca.20-25 mínútur og þetta bar ég fram með heimabökuðu brauði úr Toro blöndu sem er æði og ég átti í frystinum en brauðið var fyllt með allsskonar úr ísskápnum t.d. tómötum, ólífum, sólþurrkuðum tómötum, papriku, blöndu af fræum og bræddur osti yfir.

 

Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni

EÐA

Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni




Skildu eftir athugasemd

Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.


Einnig í Fiskréttir

Pönnusteikt bleikja!
Pönnusteikt bleikja!

February 10, 2025

Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman. 

Halda áfram að lesa

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!

February 10, 2025

Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.

Halda áfram að lesa

Túnfisksteik með bearnise!
Túnfisksteik með bearnise!

January 24, 2025

Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.

Halda áfram að lesa