May 29, 2021
Léttsaltaðir þorskfiskhnakkar
Með stöppuðum olívum og salati, afar einfalt, fljótlegt og gott.
Þeir eru vinsælir og henta vel á pönnuna og grillið, allt eftir því hvað hentar best að hverju sinni og fyrir þá sem elska fisk, þá er þessi mjög góður.
Þorskfiskhnakkar, léttsaltaðir
Olívur, fylltaf með sítrónu eru mjög góðar
Olía
Pipar úr kvörn
Salat
Tómatar
Basilíka
Fetaostur
Steikið fiskinn upp úr olíu á pönnu í ca.10-15 mín eftir þykkt á vægum hita. Steikið hann á roðhliðinni fyrst og snúið honum svo við og látið malla smá stund og bætið maukuðum ólívum ofan á.
Berið fram með salati.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
February 10, 2025
Pönnusteikt bleikja!
Ég verslaði mér eitt ljúffengt stk af bleikju frá Svenna í Fiskbúð Fúsa. Ég kryddaði það með dásamlega góða og ferska Fisk kryddinu frá Mabrúka deginum áður og steikti svo á pönnu. Með því bar ég fram ferskt salat og Sætkartöflusalat líka, svakalega gott allt saman.
February 10, 2025
Steikt rauðspretta með sítrónukeim!
Rauðspretta er ein af mínum uppáhalds og ég er farin að kaupa hana reglulega og elda mér og þar sem ég hef svo gaman af því að prufa nýjar aðferðir eða krydd þá er ég hérna með Sítrónupipar frá Mabrúka sem var einstaklega ferskt og gott. Með þessu bar ég fram sætkartöflu salat sem var æðislega gott með.
January 24, 2025
Túnfisksteik með bearnise!
Þetta er í 3 sinn sem ég er með Túnfisk steik á gamlárs og er alltaf að bæta mig í eldun á blessaðri steikinni. Í þetta sinn þá var ég með heimagrafinn lax í forrétt og með Túnfisk steikinni sem ég keypti í þetta skiptið i Hafið fiskverslun.