January 22, 2024
Laxasteik með kús kús, rucola og bökuðum tómat með Primadonna osti ofaná, feta og toppað með Hollandais sósu frá TORO
Hvað er í matinn hjá Ingunni ?
Laxasteikina setti ég í Air fryerinn ásamt tómatinum í ca.10 mínútur.
Það tók 3 mínútur að elda kús kús, 1 dl á móti 2 af vatni, láta suðuna koma upp og taka strax af hellunni því hann þykknar á einu augabragði og sósuna gerði ég samkvæmt leiðbeiningum pakkans en bætti út í hana smá af Kóríander, ca 1.tsk og 1/4 tsk af Himalaya salti.
Dásamlega góð blanda. Laxasteikin er einhversskonar Lime keypt í Fjarðarkaup 🫶
Uppskrift og myndir
Ingunn Mjöll
Njótið og deilið að vild
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
July 30, 2025
Lax með blómkálsgratín!
Það er þetta með einn í mat og hvað á að vera með og þá kemur oftar en ekki til mín eitthvað skemmtilegt eins og þessi réttur.
June 18, 2025
Fiskur í raspi með remúlaði!
Með krydduðum kartöflubátum sem verða smá krönsí þegar maður steikir þá á pönnunni með fiskinum.
June 11, 2025
Fiskur í sojasósu!
Þessi útfærsla af mareneruðum fisk var eitthvað sem kom mér mikið á óvart, ekki bara algjört sælkera, heldur eitt af því einfaldasta sem hægt er að útbúa og ég skora á ykkur öll að prufa þetta, þar að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar!