Lax með kús kús
October 21, 2024
Lax með kús kúsGóður og einfaldur réttur sem ég tel að allir geti eldað og boðið upp á.
Þarna hafði ég með kús kús en það er líka vel hægt að vera með kartöflur eða hrísgrjón.
1-2 Laxa stykki á mann
1 dl af kús kús á móti 2 dl af vatni á mann
Salat að eigin vali
Kryddið laxinn með sítrónupipar og steikið á pönnu eða setjið inn í ofn eftir því sem hentar ykkur best. Sjóðið kús kús, ath að það tekur rétt um 3-4 mínútur að verða tilbúið. Útbúið salatið og njótið svo vel.
Hérna er ég með Sinnepssalat frá Lambhaga, papriku, tómata, agúrku, blaðlauk og toppað svo með fetaost í restina.
Njótið þess að deila uppskriftinni áfram á síðurnar ykkar.
Finnið síðuna líka á Instagram og endilega merkið/taggið ef þið eru að gera eftir uppskriftunum, það væri virkilega ánægjulegt.
Vertu velkomin að koma og vera með í Heimilismatur hópnum á feisbókinni
EÐA
Vertu velkomin að koma og vera með í hóp Sælkera á feisbókinni
Skildu eftir athugasemd
Athugasemdir verða samþykktar áður en þær birtast.
Einnig í Fiskréttir
September 11, 2024
Þorskfiskhnakki í Arrabbiata!
Hann var skorinn í 3 jafna bita, velt upp úr þurrkaðri skessujurt, steiktir á pönnu og Arrabbiata pasta sósunni hellt yfir ásamt litlum tómötum og svörtum ólífum. Réttur sem kitlaði bragðlaukana svo um munaði.
Halda áfram að lesa
August 07, 2024
Lax í ofni með aspas!
Ég var svo heppin að fá gefins smá af gómsætum lax og ég töfraði fyrir mig úr honum nokkrar mismunandi máltíðir plús að ég gerði líka graflax. Þvílíka veislan!
Halda áfram að lesa
July 29, 2024
Fiskibollur Tikka Masala!
Já það má alveg breyta út kjúkling fyrir fiskibollur eða jafnvel einhverju öðru í sósurnar frá Toro. Hérna smellti ég í einn ljúffengan rétt með glútenlausum fiskibollum frá Fiskikónginum sem ég verslaði mér á tveir fyrir einn dögunum þeirra í febrúar á Fiskbúarmánuðinum þeirra.
Halda áfram að lesa